Fréttir
  • Reusable-shopping-bags

Pokalaus Hafnarfjörður

24. apr. 2018

Þann 18. apríl síðast liðinn hófst formlega samstarfsverkefnið „ pokalaus Hafnarfjörður“ milli Hrafnistu og leikskólans Norðurbergs. Samstarfið felur í sér að heimilisfólkið, þjónustunotendur og starfsfólk á Hrafnistu saumar taupoka undir óhrein og blaut föt barnanna. Leikskólinn safnar saman efni (gamlar gardínur, gamlir dúkar, gömul sængurver og fleira) og kemur því á vinnustofu iðjuþjálfunarinnar. 

Taupokarnir verða eign leikskólans.  Í upphafi leikskólaársins þá er pokunum dreift í fatahólf barnanna og í lok skólaársins þá innheimtir leikskólinn pokana og eiga foreldrar að skila þeim hreinum og stroknum til næstu barna. Við stefnum að því að ljúka verkefninu í desember 2018.

Tilgangur verkefnisins er að gera leikskólann eins plastpokalausan og hægt er.  Þetta er framlag okkar, Norðurbergs og Hrafnistu, til að framfylgja umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarfjarðar.