FréttirFréttir

  • Plastlausseptember2018

Plastlaus september - tökum þátt!

4. sep. 2018

Hafnarfjarðarbær hvetur íbúa og fyrirtæki í Hafnarfirði til virkarar þátttöku í Plastlausum september, árvekniátaki sem ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu. Samhliða því að benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti.  


Frá og með 1. mars 2018 hafa íbúar Hafnarfjarðar getað sett allt plast saman í lokaðan plastpoka beint í gráu sorptunnu heimilisins (orkutunnu).  Plastpokarnir eru svo flokkaðir sérstaklega frá öðru rusli þegar í sorpu er komið og þeim komið til endurvinnslu. Ekki þarf neina sérstaka poka undir plastið heldur bara hefðbundna plastpoka en gæta þar þess sérstaklega að halda plastinu frá öðru sorpi í lokuðum pokum þannig að tæki Sorpu geti flokkað plastið skilvirknislega. 

Nánari upplýsingar um Plastlausan september er að finna  á heimasíðu verkefnis eða HÉR

Af hverju eigum við að sleppa plasti?

Plast er búið til úr olíu, sem er óendurnýjanleg auðlind, og er mikilvægt að nýta betur en nú er gert. Plast brotnar seint eða ekki niður í náttúrunni og getur valdið lífríkinu skaða sleppi það óhindrað út í umhverfið.  Það er ábyrgð okkar allra að umgangast auðlindir jarðar af virðingu og koma úrgangi í þann farveg að hráefni nýtist á nýjan leik en fari ekki til spillis eða valdi umhverfinu skaða. Samfélagið þarf að gera betur hvað plastið varðar og með nýjum vélrænum flokkunarbúnaði í móttöku- og flokkunarstöð SORPU er einfalt að koma því til endurvinnslu. 

Veljum okkur verkefni og tökum áskoruninni #plastlaus:


Hvað þurfum við að forðast?Hvað getum við gert? 
Henda plasti í almennt ruslSkila öllu plasti í endurvinnslu 
Ávexti og grænmeti sem pakkað er í plastVelja ávexti og grænmeti í lausu og koma með fjölnota poka undir það ef þarf 
PlastpokaNota margnota poka, pappakassa, bakpoka eða önnur margnota ílát. 
Snyrtivörur með plastögnumPolyethylene (PE), Polypropylene (PP), Polyethylene terephthalate (PET) og Polymethyl methacrylate (PMMA) eru dæmi um plastefni í snyrtivörum. Kynna sér heiti á plastefnum og nota smáforritið Beat the Microbead. 
Hreinsiefni í plastumbúðumVelja sápur og þvottaefni í pappaumbúðum. Búa til eigið. Kaupa sápustykki í stað brúsa. 
Þurrvörur í plastumbúðumVelja þurrvörur (pasta, rúsínur) í pappaumbúðum eða fara með eigið ílát ef hægt er. 
Kjöt og fisk í plastumbúðumFara í fiskbúð/kjötbúð sem pakkar í pappa eða býður upp á að setja í ílát að heiman. 
Rör í drykkjumAfþakka rör. 
Plastglös undir drykki á kaffihúsum/veitingastöðumKoma með margnota mál að heiman eða drekka drykkinn í bolla á staðnum. Sleppa plastlokinu. 
Gos í plastflöskumNota gosvélar. Minnka gosdrykkjuna. 
Plastpoka í ruslaföturNota dagblöð í stað plastpokans. Með því að safna matarleifum í moltukassa er hægt að losna við alla bleytu úr ruslinu og ruslafatan verður þrifaleg og fín. 
Hundaskít í plastpokumNota maíspoka eða dagblöð. 
Rusl sem endar á götunum s.s. blöðrur, sígaretturstubbarHalda fast í blöðrurnar svo þær berist ekki út á sjó. Gæta þess að stubbarnir fari í ruslið en ekki á götuna. 
Plastrusl sem fýkur um göturnarTýna það upp og setja það í endurvinnslutunnu. 
Plastpokarúllur og plastfilmurPakka nesti, afgöngum og öðru í margnota box.