Fréttir
  • Sorpanos_net-3

Plastið í poka

25. apr. 2018

Á dögunum fengu Hafnfirðingar bækling inn um lúguna sem hafði ekki aðeins að geyma gagnlegar upplýsingar um plastflokkun heldur líka happdrættismiða.

Í tilefni af degi umhverfisins hafa tveir heppnir handhafar bæklingsins nú verið dregnir út og fá óvæntan glaðning, glæsilegan kvöldverð fyrir tvo á VON mathús.

Vinningsnúmerin eru 2103 og 3108 og vinningshafar geta vitjað gjafabréfsins hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu á Norðurhellu 3 gegn framvísun bæklingsins með vinningsnúmerinu.