Fréttir
  • IMG_8089_1611045544736

Páskafrí - mikilvæg skilaboð til foreldra frá almannavörnum

30. mar. 2021

Mikilvæg skilaboð frá almannavörnum 

Nú líður senn að páskafríi og munu eflaust einhverjir leggja land undir fót og heimsækja ástvini erlendis. Við þær aðstæður er mikilvægt að vera meðvituð um þær aðgerðir sem eru í gildi við landamærin á Íslandi þegar komið er heim á ný. Farþegar þurfa að sýna vottorð um neikvætt PCR próf gegn COVID-19 áður en þeir stíga um borð í flugvél eða skip á leið til Íslands og einnig við komuna. Prófið verður að hafa verið tekið innan við 72 klukkustundum fyrir brottför (á fyrsta legg ferðar). 

Frekari upplýsingar eru að finna hér

Förum eftir tilmælum sóttvarnalæknis og stjórnvalda 

Farþegar þurfa að fara í tvær sýnatökur til greiningar á COVID-19 eftir komuna til landsins, fyrst á landamærum svo 5 dögum síðar og vera í sóttkví meðan beðið er eftir seinni sýnatöku. Sóttkví líkur með neikvæðri niðurstöðu. Frá og með 1. apríl næst komandi þurfa öll börn fædd 2005 og síðar fara í sýnatöku á landamærunum. Börn sem ferðast með foreldrum eða forráðamönnum eða einhverjum öðrum sem skylt er að fara í sóttkví fylgja þeim í sóttkví og losna úr henni með seinni sýnatöku samfylgdarfólks. Börn þurfa þó ekki að framvísa neikvæðu PCR prófi við komu.

Það er mikilvægt að fylgja fyrirmælum stjórnvalda til þess að koma í veg fyrir smit í skólum og í samfélaginu. Það hefur mikil áhrif á skólastarf þegar upp koma smit í skólum. Í kjölfarið þurfa oft mörg börn og fjölskyldur þeirra að fara í sóttkví sem er íþyngjandi aðgerð sem raskar daglegu lífi. Hægt er að minnka líkurnar á slíkum inngripum með því að fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis og stjórnvalda og fylgjast vel með öllum breytingum á þeim sem er hægt að nálgast á covid.is