FréttirEldgos

12. sep. 2022 : Hættustigi vegna eldgoss í Meradölum aflýst

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákvað þann 8. september síðastliðinn að aflýsa hættustigi vegna eldgoss í Meradölum á Reykjanesskaga. Jafnframt er aflýst óvissustigi almannavarna vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga.

Rafithrottir2022

9. sep. 2022 : Rafíþróttir í þínu nærumhverfi

Grunnskólinn NÚ - framsýn menntun er að láta til sín taka í rafíþróttastarfi hér á landi. Skólinn er að fara inn í sitt annað ár með rafíþróttabraut innan skólans. Framtakið er nýtt af nálinni fyrir grunnskóla og ánægjulegt að sjá rafíþróttir vaxa og dafna. NÚ leggur mikla áherslu á að hjálpa börnum og ungmennum að ná sínum markmiðum, bæði innan stafræns leikvallar og í raunheimum.

Hringir

7. sep. 2022 : Fjölbreytt afleysingastörf

Hafnarfjarðarbær hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að bjóða upp á tímabundin afleysingastörf. Þetta gæti verið sérlega hentugur kostur ef þú að leita þér að starfsreynslu, aukavinnu, hlutastarfi, tímavinnu.

IMG_6090

6. sep. 2022 : Valdeflingarnámskeið fyrir flóttakonur í Hafnarfirði

Fjórtán flóttakonur í Hafnarfirði tóku þátt í námskeiði um valdeflingu til virkni og samfélagslegrar þátttöku. Námskeiðið var byggt upp sem persónulegt ferðalag þar sem bæði sjálfsskilningur og samfélagslegur skilningur var aukinn með fræðslu, samveru, samtali og tjáningu. Menningarnæmni og áfallamiðuð nálgun var höfð að leiðarljósi í gegnum allt námskeiðið og lauk ferðalagi kvennanna með útskriftarsýningu á afrakstri og verkefnum og myndbandi sem sýndi sögu þeirra og varpaði ljósi á viðkvæma stöðu flóttakvenna. 

IMG_6479

5. sep. 2022 : Sóltún Heilsusetur - ný nálgun í stuðningi við eldra fólk

Fyrstu þjónustuþegar í Sóltúni Heilsusetri eru mættir í hús en setrið opnaði formlega 1. september síðastliðinn. Sóltún Heilsusetur býður upp á nýja tegund sérhæfðrar þjónustu sem ætlað er að veita eldra fólki endurhæfingu í þverfaglegri teymisvinnu heilbrigðisstarfsfólks. Markmið er að fólk geti dvalið lengur í sjálfstæðri búsetu við betri lífsgæði og er þjónustan til þess fallin að efla einstaklinginn, virkni hans og getu. 

Styrkthegar2021_2

2. sep. 2022 : Umsóknir í Sóley styrktarsjóð

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) auglýsa eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum Sóleyju vegna nýsköpunar- og samstarfsverkefna annars vegar á sviði umhverfis- og samgöngumála og hins vegar á sviði velferðar- og samfélags. Umsóknarfrestur er til og með 20. september 2022.  

IMG_6151_1662116041965

2. sep. 2022 : Dagur farsældar haldinn í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarbær hefur frá hausti 2018 þróað og innleitt verklag, Brúna, sem hefur þann tilgang að efla stuðning og þjónustu í leik- og grunnskólum bæjarins og auka lífsgæði barna, ungmenna og fjölskyldna þeirra. Verklagið og innleiðing þess í Hafnarfirði var m.a. haft til hliðsjónar við gerð nýrra laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem samþykkt voru á Alþingi 11. júní 2021 með gildistöku frá og með 1. janúar 2022. Innleiðing og árangur Brúarinnar var meðal umræðuefnis á Farsældardegi sem haldinn var í fyrsta skipti í dag í Hásölum í Hafnarfjarðarkirkju.

UnnurSaraEldjarn

1. sep. 2022 : Stuttir skynditónleikar á fjórum stöðum

Söngkonan Unnur Sara Eldjárn ásamt Bisous bandinu mun gleðja gesti og gangandi með stuttum tónleikum á hinum ýmsu stöðum í Hafnarfirði föstudaginn 2. september. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Tónleikarnir eru 20 mínútna langir. 

PLastlausSeptember_2022

1. sep. 2022 : Gleðilegan Plastlausan september

Plastlaus september er árlegt árvekniátak sem hófst árið 2017 á Íslandi. Markmið þess er að veita fræðslu um plastneyslu og sóun, breiða út þekkingu um skaðleg áhrif plasts og hvetja fólk til að breyta til hins betra, bæði einstaklinga og samfélagið í heild. Átakið hefur vaxið mikið frá fyrsta árinu og æ fleiri sem eru farnir að átta sig á skaðsemi einnota plasts fyrir umhverfið. Ljóst er að farvegurinn er frjór þegar kemur að umhverfismálum á Íslandi. 

Baejarstjorn2022_2026Hafnarborg

31. ágú. 2022 : Ályktun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í dag var samþykkt samhljóða ályktun um  ábyrgð ráðuneytis á þjónustu við flóttafólk. Hafnarfjarðarbær hefur frá árinu 2015 verið eitt þriggja sveitarfélaga landsins sem gert hefur samning við ríkisvaldið um móttöku einstaklinga í leit að alþjóðlegri vernd. Því mikilvæga samfélagslega verkefni hefur bærinn sinnt af alúð og metnaði og mikil sérþekking skapast. 

Svifryk

29. ágú. 2022 : Styrkur svifryks hár vegna sandfoks

Styrkur svifryks á höfuðborgarsvæðinu er hár vegna sandfoks frá söndunum á Suðurlandi. Mælar í Hafnarfirði eru á Norðurhellu og Hvaleyrarholti. 

Síða 3 af 91