FréttirFréttir

Vinnuskoli

9. maí 2019 : Opið fyrir umsóknir 14-16 ára

Sumarið 2019 fá 14 – 16 ára unglingar (fæddir árin 2003 - 2005) vinnu við Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Vinnuskólinn sinnir fyrst og fremst umhverfismálum og á þannig stóran þátt í því að hreinsa bæinn eftir snjóþungan vetur og hirða gróður, götur og göngustíga yfir sumartímann. 

SkraningFristundaheimili

9. maí 2019 : Skráning á sumarnámskeið 2019

Á sumrin eru leikjanámskeið starfrækt í öllum frístundaheimilum í Hafnarfirði. Innifalið í námskeiðum er fjölbreytt skemmtun s.s. leikir, göngu- og hjólaferðir og margt fleira. Opnað verður fyrir skráningu á leikjanámskeiðin á Sumardaginn fyrsta, 25. apríl 2019. 

SkraningFristundaheimili

9. maí 2019 : Skráningar á frístundaheimili veturinn 2019-2020

Skráningar á frístundaheimili veturinn 2019-2020 hefjast á Sumardaginn fyrsta, þann 25. apríl og lýkur 15. júní. Frístundaheimili eru fyrir börn í 1.-4. bekk við alla grunnskóla í Hafnarfirði. Skráning fer fram á Mínum síðum

20190215_122028_1557410055298

9. maí 2019 : Aðgengi að sálfræðiþjónustu í nýju ungmennahúsi

Ákveðið hefur verið að opna á beinan aðgang að sálfræðiþjónustu í ungmennahúsinu Hamrinum og tryggja þannig greitt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir ungmenni á aldrinum 16-18 ára. Hafnarfjarðarbær hefur gengið til samninga við KöruConnect um þátttöku í tilraunaverkefni til tveggja ára.

Hamraneslinur

9. maí 2019 : Færsla á möstrum í Hamraneslínum að hefjast

Ístak mun á næstu dögum hefjast handa við undirbúning og framkvæmdir vegna tilfærslu á Hamraneslínum. Með breyt­ing­un­um mun hluti þeirra fær­ast tíma­bundið á kafla við tengi­virkið í Hamra­nes en framundan er að línurnar verði fjarlægðar með tilkomu nýrrar línu, Lyklafellslínu.

9. maí 2019 : Kapelluhraun 2. áfangi

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 2. maí sl. að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Kapelluhrauns 2. áfanga og að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9. maí 2019 : Suðurhöfn í Hafnarfirði / Óseyrarbraut 25

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 6. mars 2019 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar að Óseyrarbraut 25 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði.

7. maí 2019 : 6 sóttu um stöðu skólastjóra Lækjarskóla

Staða skólastjóra Lækjarskóla er nú í ráðningaferli. Alls bárust sex umsóknir um stöðuna. Nýr skólastjóri tekur við 1. ágúst 2019.

ReykjanesbrautLokunKaplakriki6mai2019

7. maí 2019 : Tímabundin lokun á gatnamótun við Fjarðarhraun

Reykjanesbraut verður lokuð frá kl. 19 í kvöld þriðjudaginn 7. maí, vegna malbikunar á gatnamótum við Fjarðarhraun hjá Kaplakrika í Hafnarfirði.

LokunKaldarselsvegur8mai2019

7. maí 2019 : Kaldárselsvegur - lokanir vegna framkvæmda 8. maí

Fjórða og síðasta lokunin miðvikudaginn 8. maí. Stefnt er að því að malbika vegbúta út frá hringtorgi við Elliðavatnsveg. Gert er ráð fyrir að lokað verði frá morgni til kvölds.

KALDARSELSVEGURaFANGI3mAI7

6. maí 2019 : Kaldárselsvegur - lokanir vegna framkvæmda 7. maí

Þriðja lokun þriðjudaginn 7. maí. Stefnt er að því að malbika vegbút frá hringtorgi við Elliðavatnsveg upp á gamla Kaldárselsveg, sjá mynd. Framhjáhlaup verður um Hvaleyrarvatnsveg fyrir hesthús og skógrækt. Merkingar verða settar upp á svæðinu. Gert er ráð fyrir að lokað verði frá hádegi og fram eftir degi. 

Síða 2 af 91