Fréttir
FlensborgOseyrarsvaedi

7. nóv. 2019 : Rammaskipulag hafnarsvæðis - frestur til athugasemda

Drög að rammaskipulagi Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæðis hafa nú legið fyrir í rétt um mánuð eftir að hafa verið lögð fram til kynningar í kringum íbúafund 15. október síðastliðinn. Minnt er á að frestur til að skila inn ábendingum og hugmyndum er til og með föstudeginum 15. nóvember.

Vinaleikar1

7. nóv. 2019 : Áhersla á vináttu í heila viku

Þessa dagana stendur yfir VINAVIKA í grunnskólum Hafnarfjarðar sem hver og einn grunnskóli útfærir með sínum einstaka hætti. Vinavika er tilkomin vegna Dags eineltis þann 8. nóvember ár hvert sem helgaður er baráttunni gegn einelti.

HafnarfjordurAslandid

7. nóv. 2019 : Bilun í dreifikerfi vatnsveitu

Vegna bilunar í dreifikerfi vatnsveitu má búast við þrýstingssveiflum á kalda vatninu um óákveðinn tíma. Unnið er að viðgerð og verða upplýsingar um stöðu mála og framhaldið settar á vef og Facebook síðu sveitarfélagsins þegar þær liggja fyrir. 

Asvallalaug

7. nóv. 2019 : Íslandsmeistaramót í Ásvallalaug - lokað um helgina

Íslandsmeistaramótið í 25m laug fer fram í Ásvallalaug dagana 8-10. nóvember 2019 í samstarfi við Íþróttasamband Fatlaðra. Sundfélag Hafnarfjarðar sér um framkvæmd mótsins. Ásvallalaug verður lokuð fyrir aðra gesti á meðan á móti stendur.  

70araafmaeliNov2019

5. nóv. 2019 : Árið er 1949 - afmælisveisla fyrir sjötuga Hafnfirðinga

Sú skemmtilega hefð hefur skapast að bjóða öllum þeim Hafnfirðingum sem eru 70 ára á árinu til veislu í Hásölum. Hátt í 100 Hafnfirðingar mættu til slíkrar veislu síðastliðinn föstudag.

Hafnarfjörður sumarkvöld

4. nóv. 2019 : Tökur á ljúfsárum gamanþáttum eru hafnar

Tökur á nýjum ljúfsárum gamanþáttum með Ladda í aðalhlutverki eru hafnar.  Eins og áður hefur verið talað um þá verður Hafnarfjörður vettvangur Ladda í sex þátta seríu og mun upptökuteymi vera á ferð og flugi um Hafnarfjörð. Tökur munu standa yfir næstu 25 dagana og hófust þær við Suðurbæjarlaug í dag.

SolvangurNyttUtlit

1. nóv. 2019 : Staða mála á Sólvangi

Nýtt og glæsilegt 60 rýma hjúkrunarheimili á Sólvangi í Hafnarfirði var opnað formlega þann 17. júlí síðastliðinn. Nú er kominn rétt um mánuður síðan íbúar á gamla Sólvangi fluttu yfir á þann nýja og ekki annað að sjá en að þeim líki vel nýja búsetan enda aðstaða og þjónusta til fyrirmyndar og útsýnið fallegt. Sóltún öldrunarþjónusta ehf. annast rekstur þeirrar starfsemi sem fram fer í húsinu í dag.

FH90ara_1572608748318

1. nóv. 2019 : Stórafmæli og vígsla Skessunnar

Um síðustu helgi áttu sér stað stórviðburðir í hafnfirsku íþróttalífi. Fimleikafélag Hafnarfjarðar fagnaði 90 ára afmæli sínu og formlegri opnun Skessunnar. Starfsemi íþróttafélaga hefur breyst mikið undanfarin ár og er tilkoma Skessunnar liður í því að mæta uppsafnaðri þörf fyrir betri aðstöðu í sístækkandi sveitarfélagi.

1. nóv. 2019 : Fetaði ung slóðir lista og menningar

Í þessum þætti Vitans ræðir Ágústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, m.a. um listina að lifa og hversu stórt hlutverk list, menning og sköpun spilar í hennar lífi. Ágústa hefur ósjaldan sést með hamar á lofti og málband um hálsinn við uppsetningu á nýjum sýningum og öðrum þeim verkefnum sem safnið hennar sér um eða tekur þátt í. 

IMG_8543

31. okt. 2019 : Hafnfirðingur nr. 30.000 er nýfædd stúlka

Hafnfirðingar hafa nú náð þeim áfanga að vera orðnir þrjátíuþúsund talsins. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, fagnaði áfanganum með heimsókn til stúlku Sigurðardóttur og færði henni og fjölskyldu hennar vandaða hafnfirska list og gjafir.

Síða 2 af 91