FréttirFréttir

Nr1BjornPetursson

13. sep. 2019 : VITINN - nýtt hlaðvarp Hafnarfjarðarbæjar

Hafnarfjarðarbær kynnir til sögunnar Vitann, nýtt hlaðvarp Hafnarfjarðarbæjar. Um er að ræða tilraunaverkefni og nýja og spennandi leið í upplýsingagjöf til íbúa og allra þeirra sem áhugasamir eru um sveitarfélagið, viðfangsefni þess, verkefni og þjónustu. 

Hraunvestur-tekid-fra-kaplakrika-sed-yfir-flatahraunid-og-fjardarhraunid

12. sep. 2019 : Hraun vestur - Gjótur. Frestur til athugasemda framlengdur

Skipulags- og byggingarráð hefur samþykkt að framlengja frest til athugasemda vegna deiliskipulags Hraun vestur. Bréf þess efnis hefur verið sent til hagsmunaaðila. Vakin er athygli hagsmunaaðila og nágranna á þessu og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna.

IMG_6153

11. sep. 2019 : Fræðslufundir fyrir foreldra um mikilvægi málþroska

Hafnarfjarðarbær stendur fyrir fræðslu fyrir foreldra ungra barna með það að markmiði að auka vitund foreldra um mikilvægi málþroskans. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að með örvun málþroska er hægt að styrkja undirstöðuþætti læsis og styðja við góðan námsárangur.

UndirritunSamstarfssamnings

11. sep. 2019 : Fræðsla og aðstoð á sviði sorgarúrvinnslu

Sorgarmiðstöðin og Hafnarfjarðarbær hafa gert með sér samstarfssamning til þriggja ára sem felur meðal annars í sér að Sorgarmiðstöðin fær aðstöðu í nýju lífsgæðasetri í St. Jó gegn því að bjóða upp á fræðslu á sviði sorgarúrvinnslu fyrir grunnskóla og stofnanir bæjarins á sama tíma og þjónustan verður aðgengileg fyrir íbúa og aðra á besta stað í sveitarfélaginu.

IMG_6713

10. sep. 2019 : Snyrtilegustu lóðirnar og garðarnir

Kirkjugarðar Hafnarfjarðar fengu heiðursskjöld Snyrtileikans 2019 sem afhentur var við hátíðlega athöfn í Gróðrarstöðinni Þöll. Sex eigendur sérbýlishúsa fengu viðurkenningar fyrir fallega og vel hirta garða auk þess sem fjölbýlishúsalóðin við Skipalón fékk sérstaka viðurkenningu fyrir snyrtilega aðkomu og aðstöðu fyrir gesti, fallegan gróður og leiksvæði sem tengist vel inn á dvalarsvæðið.

HafnarfjordurAslandid

10. sep. 2019 : Lítil vatnsþrýstingur hér og þar vegna vinnu í vatnsveitu

Vegna viðhaldsvinnu hjá Vatnsveitu Hafnarfjarðar má búast við þágum vatnsþrýstingi þriðjudagskvöldið 10. september. Reiknað er með að fullur þrýstingur verði kominn á kerfið strax á miðvikudagsmorgun. Íbúum er bent á að nota ekki tæki sem viðkvæm eru gagnvart lágum þrýstingi eins og td þvottavélar og uppþvottavélar. 

Hafnarfjörður sumarkvöld

9. sep. 2019 : Staða mála og næstu skref í skipulagi miðbæjar

Til og með 20. september 2019 gefst íbúum og öðrum áhugasömum tækifæri til að senda inn athugasemdir og viðbætur við fyrirliggjandi drög að skýrslu frá starfshópi um skipulag miðbæjar Hafnarfjarðar. Mikilvægt er að halda því til haga að þær teikningar sem liggja fyrir eru ekki hluti af vinnu eða tillögum starfshópsins. Öll vinna við skipulag miðbæjar er enn á hugmyndastigi. 

9. sep. 2019 : Haustsýning Hafnarborgar 2020 - Óskað eftir tillögum

Eins og undanfarin ár gefst sýningarstjórum tækifæri til að senda inn tillögur að haustsýningu næsta árs í Hafnarborg.

Mynd1OpnunStJo

5. sep. 2019 : Opnunarhátíð og opið hús í nýju Lífsgæðasetri St. Jó

Síðustu mánuði hefur líf verið að fæðast að nýju í gamla húsnæði St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Húsið var í dag, á 93 ára vígsluafmælisdegi þess, opnað formlega sem lífsgæðasetur og mun hýsa starfsemi fyrirtækja sem byggja á gildum setursins og snúa að heilsu, samfélagi og sköpun.

DaleCarnegie

5. sep. 2019 : Virkjum ungmennin okkar - samstarf við Dale Carnegie

Hafnarfjarðarbær hefur gert samning við fyrirtækið Dale Carnegie um námskeið fyrir 13-15 ára ungmenni í Hafnarfirði. Samningur sveitarfélagsins hljóðar upp á 30.000.- kr afslátt af námskeiðsgjaldi en auk þess er hægt að nota frístundstyrk upp í greiðslu. 

5. sep. 2019 : Frístundastyrkir hækka

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær að hækka frístundastyrki til hafnfirskra barna um 500 krónur á mánuði eða úr 4.000.- krónum í 4.500.- sem lið í aukinni þjónustu við hafnfirskar fjölskyldur. Nemur frístundastyrkur nú 54.000 krónum á ári á barn. 

Síða 2 af 91