janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
Byggðasafn Hafnarfjarðar er með tvær nýjar sýningar í sumar. Það er annars vegar sýning í forsal Pakkhússins á þjóðlegum munum úr safni Þorbjargar Bergmann og svo er það ljósmyndasýning við Strandstíginn. Þá eru fastar sýningar í nokkrum húsum í bænum.
Líkt og undanfarin ár gefst sýningarstjórum tækifæri til að senda inn tillögur að haustsýningu næsta árs í Hafnarborg. Haustsýning Hafnarborgar í ár, flæðir að – flæðir frá, í sýningarstjórn Sigrúnar Ölbu Sigurðardóttur, verður opnuð opnuð 10. september næstkomandi.
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í Hafnarfirði. Umsóknum skal skila inn með rafrænum hætti. Umsóknarfrestur er til og með 13. september 2022.
Úlfur Þórarinsson víóluleikari og meðlimur Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins smíðar í sumar jómfrúarverkið sitt sem ber vinnuheitið “Heimabærinn”. Verkið er strengjakvartett í 4 köflum sem allir eru kenndir við Hafnfirska staði eða hluti. Úlfur mun flytja verkið ásamt kvartettnum "Óh sú" í Gamla Apótekinu í Hafnarborg þann 18. Ágúst.
Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögregluna á Suðurnesjum, hefur virkjað neyðarstig Almannavarna vegna gossins sem hafið er í Geldingardal.
Við vekjum athygli á skjálftavirkni við Kleifarvatn, en líkt og Veðurstofan bendir á þá eru skjálftarnir þar svokallaðir gikkskjálftar.
Gúa Margrét Bjarnadóttir eða “Gúa” er lagahöfundur, píanóleikari og söngkona. Verkefnið hennar í sumar er að leggja lokahönd á stuttskífu eða svo kallaða “EP” plötu.
Ný útgáfa af ábendingagátt Hafnarfjarðarbæjar fór í loftið 7. febrúar á þessu ári og síðan þá hafa borist 1200 ábendingar á tæplega 6 mánuðum sem gerir rúmlega 200 ábendingar að meðtaltali á mánuði eða um 7 ábendingar á dag.
Í sumar hefur margt verið um að vera í endurnýjun á opnum leikvöllum sem og sparkvöllum hér í bænum, til að koma þeim í sitt besta stand. Meðal þeirra má nefna leik- og sparkvellina við Drekavelli, Túnhvamm og Lyngbarð.
Hrafnhildur Emma Björnsdóttir, “HREMMA”, er Hafnfirsk listakona og rithöfundur. Hremma vinnur að því í sumar að skrifa og myndskreyta jóladagatalið Katla og Leó bjarga jólunum og setja það yfir á bókaform. Hugmyndin hefur þróast mikið frá fæðingu, það sem fyrst var ætlað sem sjónvarpsefni varð að bók, síðan að teiknimyndasögu og nú aftur að bók.
Verkherinn er atvinnuúrræði fyrir ungmenni með fatlanir á aldrinum 16- 20 ára og er staðsettur í Húsinu, Suðurgötu 14.