FréttirBygg6

9. ágú. 2022 : Fjölbreyttar sýningar á nokkrum stöðum

Byggðasafn Hafnarfjarðar er með tvær nýjar sýningar í sumar. Það er annars vegar sýning í forsal Pakkhússins á þjóðlegum munum úr safni Þorbjargar Bergmann og svo er það ljósmyndasýning við Strandstíginn. Þá eru fastar sýningar í nokkrum húsum í bænum.

Hfb-haustsyning-2017

8. ágú. 2022 : Haustsýning Hafnarborgar 2023 – kallað eftir tillögum

Líkt og undanfarin ár gefst sýningarstjórum tækifæri til að senda inn tillögur að haustsýningu næsta árs í Hafnarborg.  Haustsýning Hafnarborgar í ár, flæðir að – flæðir frá, í sýningarstjórn Sigrúnar Ölbu Sigurðardóttur, verður opnuð  opnuð 10. september næstkomandi.

Vidburdir-tonlist

8. ágú. 2022 : Styrkir til menningarstarfsemi og eflingar á hafnfirsku menningarlífi

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í Hafnarfirði. Umsóknum skal skila inn með rafrænum hætti. Umsóknarfrestur er til og með 13. september 2022.

Screenshot-39-

5. ágú. 2022 : Skapandi sumarstörf - Úlfur

Úlfur Þórarinsson víóluleikari og meðlimur Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins smíðar í sumar jómfrúarverkið sitt sem ber vinnuheitið “Heimabærinn”. Verkið er strengjakvartett í 4 köflum sem allir eru kenndir við Hafnfirska staði eða hluti. Úlfur mun flytja verkið ásamt kvartettnum "Óh sú" í Gamla Apótekinu í Hafnarborg þann 18. Ágúst.

Eldgos

3. ágú. 2022 : Eldgos hafið í Geldingardal - gagnlegar upplýsingar

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögregluna á Suðurnesjum, hefur virkjað neyðarstig Almannavarna vegna gossins sem hafið er í Geldingardal.

2. ágú. 2022 : Viðbrögð við og eftir jarskjálfta - að gefnu tilefni

Við vekjum athygli á skjálftavirkni við Kleifarvatn, en líkt og Veðurstofan bendir á þá eru skjálftarnir þar svokallaðir gikkskjálftar.

Screenshot-39-

29. júl. 2022 : Skapandi sumarstörf - GÚA

Gúa Margrét Bjarnadóttir eða “Gúa” er lagahöfundur, píanóleikari og söngkona. Verkefnið hennar í sumar er að leggja lokahönd á stuttskífu eða svo kallaða “EP” plötu.

0K1A3857

27. júl. 2022 : Ábendingagátt sem byrjaði með hvelli!

Ný útgáfa af ábendingagátt Hafnarfjarðarbæjar fór í loftið 7. febrúar á þessu ári og síðan þá hafa borist 1200 ábendingar á tæplega 6 mánuðum sem gerir rúmlega 200 ábendingar að meðtaltali á mánuði eða um 7 ábendingar á dag.

Lyngbard-juli-2022

26. júl. 2022 : Endurnýjun á leikvöllum bæjarins

Í sumar hefur margt verið um að vera í endurnýjun á opnum leikvöllum sem og sparkvöllum hér í bænum, til að koma þeim í sitt besta stand. Meðal þeirra má nefna leik- og sparkvellina við Drekavelli, Túnhvamm og Lyngbarð. 

Screenshot-39-

22. júl. 2022 : Skapandi sumarstörf - Hremma

Hrafnhildur Emma Björnsdóttir, “HREMMA”, er Hafnfirsk listakona og rithöfundur. Hremma vinnur að því í sumar að skrifa og myndskreyta jóladagatalið Katla og Leó bjarga jólunum og setja það yfir á bókaform. Hugmyndin hefur þróast mikið frá fæðingu, það sem fyrst var ætlað sem sjónvarpsefni varð að bók, síðan að teiknimyndasögu og nú aftur að bók.

Screenshot-54-

18. júl. 2022 : Nóg um að snúast hjá Verkhernum

Verkherinn er atvinnuúrræði fyrir ungmenni með fatlanir á aldrinum 16- 20 ára og er staðsettur í Húsinu, Suðurgötu 14.

Síða 2 af 91