Fréttir
140720_Hjarta_Flens_Takk-21_1606306260736

7. jan. 2021 : Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021

Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 21. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2021.

IMG_7286_1597832256443

6. jan. 2021 : Grunnskólastarf verður aftur með óbreyttu sniði

Tekin hefur verið sú miðlæga ákvörðun fyrir grunnskóla í Hafnarfirði að grunnskólastarf verði aftur með óbreyttu sniði. Hefst full kennsla samkvæmt stundaskrá í síðasta lagi mánudaginn 11. janúar. 

Hellisgerdiadventa2020

6. jan. 2021 : Jólabærinn Hafnarfjörður þakkar fyrir sig!

Nú á Þrettándanum – þrettánda og síðasta degi jóla – vill starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar nota tækifærið og þakka innilega fyrir hlýlega og ánægjulega samveru á aðventunni og yfir jólahátíðina. Hafnarfjörður hefur sjaldan verið eins hátíðlegur og fallegur og það fyrir samstillt átak allra; íbúa, fyrirtækja og starfsfólks. Ljósadýrðin í Hellisgerði mun lifa eitthvað áfram. 

FlugeldarRusl

4. jan. 2021 : Samstarf um hreinsun eftir áramótin

Nokkuð mikið er um það tómir flugeldakassar, spýtur og prik liggi á víð og dreif um bæinn nú í upphafi árs og biðlum við til íbúa og fyrirtækja á svæðinu að huga að nærumhverfi sínu og taka til eftir áramótagleðina.

JolatreHirding

4. jan. 2021 : Jólatré ekki sótt heim eftir jólahátíðina

Af gefnu tilefni vill Hafnarfjarðarbær vekja sérstaka athygli á því að bærinn hirðir ekki jólatré frá íbúum eftir jólahátíðina. 

Flugeldar2016

30. des. 2020 : Opnunartími um áramót

Þjónustuver, menningarstofnanir, grunnskólar, leikskólar og sundlaugar Hafnarfjarðarbæjar verða opnar um áramót sem hér segir.

Aramotabrenna2016_1514459187437

30. des. 2020 : Áramótabrennum á höfuðborgarsvæðinu aflýst

Á sameiginlegum fundi allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu föstudaginn 11. desember sl. var tekin ákvörðun um að aflýsa áramótabrennum sem hafa verið skipulagðar á höfuðborgarsvæðinu. 

29. des. 2020 : Íþróttafólk Hafnarfjarðar 2020

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd stóðu í dag fyrir afhendingu viðurkenninga til íþróttamanna sem keppa með hafnfirskum liðum, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara, heimsmeistara og sérstakra afreka, ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar á árinu 2020.

HFN_itrottavidburdur_Upphafskilti

29. des. 2020 : Íþrótta- og viðurkenningarhátíð. Íþróttafólk ársins 2020

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd standa fyrir afhendingu viðurkenninga til íþróttafólks ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar á árinu 2020 í beinu streymi kl. 18.

ByggdasafnJolakvedja70ara-01

23. des. 2020 : Opnunartímar yfir hátíðarnar

Þjónustuver, menningarstofnanir, grunnskólar, leikskólar og sundlaugar Hafnarfjarðarbæjar verða opnar yfir hátíðarnar sem hér segir:

Mynd3Rosa

23. des. 2020 : Bjartar vonir vakna - jólahugvekja bæjarstjóra 2020

Við bíðum jólahátíðarinnar við óvenjulegar aðstæður og gerum upp ár sem engan óraði fyrir. Á aðventunni undirbúum við hátíð ljóss og friðar vongóð um að bjartari dagar séu framundan. Þetta ár hefur verið eitt allsherjar lærdómsferli. 

Síða 2 af 91