FréttirFréttir

14. mar. 2019 : Áhersla á að nútímavæða og þróa þjónustuna

Lagt er til í skýrslu Capacent um þjónustuveitingu Hafnarfjarðarbæjar að gerðar verði breytingar á skipulagi sem stuðla að því að bæta og þróa þjónustuna, með það að markmiði að leysa sem flest mál í fyrstu snertingu með stafrænum hætti eða í þjónustuveri. 

FyrirvariSyning

14. mar. 2019 : Fyrirvari - opin vinnustofa í aðdraganda sýningar

Frá 13. til 27. mars verður opin vinnustofa í Hafnarborg í aðdraganda nýrrar sýningar hönnuðanna Brynjars Sigurðarsonar og Veroniku Sedlmair, Fyrirvara, þar sem hægt verður að fylgjast með uppsetningu og undirbúningi sýningarinnar. 

GudmundurFylkisson

13. mar. 2019 : Íbúafundur í beinni útsendingu

Sökum tæknilegra örðugleika reynist ekki unnt að vera með beina útsendingu frá opnum íbúafundi um tvöföldun Reykjanesbrautar á Facebook. Hér getur þú horft á fundinn. 

13. mar. 2019 : Hundrað Mílna hátíð í Skarðshlíðarskóla

Fimmtudaginn 20. september hlupu nemendur og starfsfólk Skarðshlíðarskóla sína fyrstu „Mílu“. Miðvikudaginn 13. mars er stór dagur hjá hjá sama hópi en þá verður Mílan farin í hundraðasta skipti. Hundrað Mílna hátíð var haldin að þessu tilefni við skólann. 

Hus

12. mar. 2019 : Styrkir til hljóðvistar 2019

Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna aðgerða á gluggum húsa við umferðarþungar götur.

IMG_0594

12. mar. 2019 : Viltu vera með á umhverfisvaktinni?

Félögum, samtökum og hópum í Hafnarfirði stendur til boða að sækja um þátttöku í Umhverfisvaktinni gegn fjárstyrk.

IMG_0320

11. mar. 2019 : Hreinsun gróðurbeða meðfram stofnleiðum

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í hreinsun gróðurbeða meðfram stofnleiðum í Hafnarfirði. Beðin eru samtals um 7.835 m2. Um er að ræða beð af mismunandi lögun og mismiklum gróðri.

8. mar. 2019 : Vilt þú slást í hópinn?

Fjölbreytt störf í grunnskólum Hafnarfjarðar skólaárið 2019-2020 eru laus til umsóknar

BannerFrett1

5. mar. 2019 : Tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi

Vegagerðin í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ og veitufyrirtæki bauð nýlega út tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi og vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót og tengd verk sem snúa að breytingum á lögnum veitufyrirtækja. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist nú í vor og ljúki seint haustið 2020. 

Mynd

5. mar. 2019 : Reykjanesbraut - gatnamót við Fjarðarhraun

Framkvæmdir eru hafnar við breytingar - og breikkun á gatnamótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns hjá Kaplakrika í Hafnarfirði. Framkvæmdir munu standa yfir á þessu svæði fram á sumar og eru verklok áætluð 1. ágúst.

HafnarfjordurFallegur

4. mar. 2019 : Bæjarstjórnarfundur 6. mars

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 6. mars. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.

Síða 2 af 91