Fréttir
Slobbum3

18. jan. 2022 : Slöbbum saman 15. janúar - 15. febrúar

Slöbbum saman er verkefni Landlæknisembættis, ÍSÍ, UMFÍ, Heilsueflandi samfélags og Sýn sem miðar að því að fá fólk til að hreyfa sig

20StjornUngmennahusBanner

14. jan. 2022 : 20 ungmenni í stjórn ungmennahúsanna

Aðalfundur ungmennahússins Hamarsins var haldinn 16. desember síðastliðinn. Meðal efnis á fundi var kosning í stjórn ungmennahússins fyrir árið 2022 en kosning fer fram árlega. 20 ungmenni úr ólíkum áttum með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu voru kosin til stjórnar. 11 koma nýir í stjórn og 9 reynsluboltar sitja áfram, reiðubúin að deila ráðum, reynslu og þekkingu.

HertariAdgerdir14Januar2022

14. jan. 2022 : Almennar samkomutakmarkanir hertar á miðnætti

Almennar samkomutakmarkanir verða 10 manns, heimild til aukins fjölda fólks á viðburðum með hraðprófum fellur brott, hámarksfjöldi í verslunum verður 200 manns og skemmtistöðum, krám og spilakössum verður lokað. Gildandi takmarkanir á skólastarfi verða óbreyttar. Reglugerð um hertar sóttvarnaaðgerðir innanlands gilda frá og með laugardeginum 15. janúar til og með 2. febrúar næstkomandi.

InnritunGrunnskoli2020

13. jan. 2022 : Innritun nemenda í grunnskóla haustið 2022

Opnað hefur verið fyrir innritun barna sem eru að fara í 1. bekk grunnskóla í Hafnarfirði haustið 2022 og er fyrsta viðmið um umsóknarfrest 1. febrúar. Grunnskólar Hafnarfjarðarbæjar eru opnir öllum börnum óháð búsetu í bænum og eru foreldrar hvattir til að kynna sér starfsemi skólanna. 

BoluefniCovid19Feb2021

13. jan. 2022 : Neyðarstig Almannavarna vegna COVID-19

Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur lýst yfir neyðarstigi Almannavarna vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Frá því heimsfaraldurinn hófst hefur neyðarstigi Almannavarna vegna COVID-19 verið lýst yfir þrisvar, 6. mars 2020, 4. október 2020 og 24. mars 2021.  

TilkynningCovid12jan2022

12. jan. 2022 : Gildandi takmarkanir framlengdar til 2. febrúar

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja óbreyttar gildandi takmarkanir á samkomum innanlands til og með 2. febrúar næstkomandi. Ákvörðun ráðherra byggist á tillögum sóttvarnalæknis sem telur nauðsynlegt að takmarka áfram sem mest útbreiðslu Covid-19 til að verja heilbrigðiskerfið. Samhliða nýrri reglugerð um samkomutakmarkanir hefur ráðherra til hagræðis sett sérstaka reglugerð um skólastarf, líkt og gert hefur verið á fyrri stigum faraldursins.

GulVidvorun

11. jan. 2022 : Gul veðurviðvaranir 11. - 13. janúar

Gul veðurviðvörun er í gildi í dag þriðjudaginn 11. janúar frá kl. 22:00 - 02:00 og önnur frá kl. 11:00 miðvikudaginn 12. janúar til kl. 12:00 fimmtudaginn 13. janúar. 

StraetoTilkynning11Jan2022

11. jan. 2022 : Vegna netárásar á Strætó

Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum varð Strætó fyrir fjandsamlegri netárás frá erlendum árásaraðilum í lok desember sem náðu að brjóta sér leið inn í kerfi Strætó og afrita gögn og upplýsingar sem þar eru að finna. Komið hefur í ljós að árásaraðilarnir komust yfir kerfi Strætó sem hýsir gögn er tengjast akstursþjónustu sem Strætó hefur sinnt fyrir hönd tilgreindra sveitarfélaga á tímabilinu 2014 - 2021. Er tilkynning þessi unnin í samvinnu við Garðabæ, Hafnarfjarðarbæ, Kópavogsbæ, Mosfellsbæ, Reykjavíkurborg og Seltjarnarbesbæ. Persónuvernd hefur verið tilkynnt um málið og hafa sveitarfélögin og Strætó verið í samskiptum við stofnunina vegna þessa og haldið henni upplýstri.

_KRI_menntasetrid_211210_001

11. jan. 2022 : Tæknifræðisetur HÍ stækkað vegna aukinna vinsælda

Eftispurn eftir tæknimenntuðu fólki er vaxandi í íslensku samfélagi. Til stendur að stækka Tæknifræðisetur Háskóla Íslands í Menntasetrinu við Lækinn í Hafnarfirði í kjölfar þess að nemendum í tæknifræðinámi hefur fjölgað umtalsvert á undanförnum misserum. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, undirrituðu samkomulag þessa efnis í Tæknifræðisetrinu á dögunum.

HaustsyningFlaedir2022

10. jan. 2022 : Haustsýning Hafnarborgar 2022 flæðir að - flæðir frá

Listráð Hafnarborgar hefur valið tillöguna flæðir að – flæðir frá sem haustsýningu ársins 2022 úr hópi þeirra tillagna sem bárust undir lok síðasta árs en vinningstillagan var send inn af Sigrúnu Ölbu Sigurðardóttur. Í sýningarhugmyndinni er sjónum beint að strandlengjunni, sem er jafnt stórbrotin og uppfull af smáum lífverum, viðkvæmum gróðri og fjölbreyttum steinategundum. Takast þar á hið stóra og ofsafengna, hið smáa og viðkvæma, er öldurnar skella með krafti á ströndinni.

BreyttarReglurSottkvi78Jan2021

10. jan. 2022 : COVID-19: Breyttar reglur um sóttkví

Með breytingunum er dregið úr takmörkunum á einstaklinga sem þurfa að sæta sóttkví ef þeir eru þríbólusettir gegn Covid. Um 160.000 einstaklingar eru nú þríbólusettir og því ljóst að breyttar reglur um sóttkví munu gjörbreyta stöðunni. Sama máli gegnir um einstaklinga sem hafa jafnað sig af staðfestu smit og eru tvíbólusettir. 

Síða 2 af 91