Fréttir
Atli1

7. apr. 2021 : Skrásetti meðal annars heimili langömmu sinnar

Öll þekkjum við náttúrudýrðina í bæjarlandi Hafnarfjarðar. Á þessu svæði sem að miklu leyti er byggt á hrauni leynast fornminjar sem eru misjafnlega áberandi en allar merkilegar og tengdar sögu bæjarins. Byggðasafn Hafnarfjarðar hefur í mörg ár skráð og kortlagt fornminjar í bænum og þá er miðað við það sem er 100 ára og eldra.

GudrunUti1

6. apr. 2021 : Útilífsmiðstöð - aukin útivera í námi og leik

Undirbúningur er langt kominn fyrir uppsetningu útilífsmiðstöðvar fyrir neðan skátaheimilið við Víðistaðatún, meðal annars fyrir náttúrufræðitengd verkefni í samstarfi grunnskólanna í Hafnarfirði. Í aðstöðu miðstöðvarinnar eru þegar komin ýmis tól og tæki sem hægt verður að nota bæði við leik og í kennslu

IMG_8089_1611045544736

4. apr. 2021 : Hefðbundið skólastarf í grunnskólum eftir páska

Ný reglugerð um skólahald grunnskóla var gefin út rétt fyrir páskafrí sem gilda mun fram til 15. apríl. Grunnskólastarf mun hefjast á þriðjudegi eftir páska líkt og í hefðbundnu skólaári. Kennsla hefst þó ekki fyrr en í þriðju kennslustund eða kl. 10 þann dag.

Menntaviti

4. apr. 2021 : COVID-19: Skólastarf eftir páska

Staðnám getur hafist að nýju á öllum skólastigum eftir páskafrí með ákveðnum takmörkunum, í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Gildistími reglugerðarinnar er frá 1. apríl til og með 15. apríl.

31. mar. 2021 : Gleðilega HEIMA páska 2021

Heilsubærinn Hafnarfjörður óskar íbúum og vinum Hafnarfjarðar gleðilegra páska!

HvadGetumVidGert

31. mar. 2021 : Hvað getum við gert? Tillaga að hámhorfi um páskana

Í þessum stuttu og hnitmiðuðu þáttum er fjallað um fjölbreyttar lausnir við loftslagsvandanum. Lausnirnar eru ólíkar, en eiga það allar sameiginlegt að gera lífið á jörðinni enn betra. 

IMG_6895

31. mar. 2021 : Samningur við Listdansskóla Hafnarfjarðar

Undirritaður hefur verið samningur til eins árs við Listdansskóla Hafnarfjarðar um skapandi starf og þjónustu félagsins sem sannarlega ýtir undir þann fjölbreytileika sem ríkir í tómstundum og afþreyingu innan sveitarfélagsins. 

IMG_8089_1611045544736

30. mar. 2021 : Páskafrí - mikilvæg skilaboð til foreldra frá almannavörnum

Nú líður senn að páskafríi og munu eflaust einhver leggja land undir fót og heimsækja ástvini erlendis. Við þær aðstæður er mikilvægt að vera meðvituð um þær aðgerðir sem eru í gildi við landamærin á Íslandi þegar komið er heim á ný. 

Graenmeti

30. mar. 2021 : Fjölskyldugarðar eru opnir öllum bæjarbúum

Fjölskyldugarðar Hafnarfjarðar eru opnir öllum bæjarbúum og um að ræða frábært tækifæri fyrir fjölskyldur og einstaklinga í Hafnarfirði til að rækta sitt eigið grænmeti og hugsa um í sumar.  

30. mar. 2021 : Oddrúnarbær - frábært tækifæri í Hellisgerði

Hafnarfjarðarbær óskar eftir rekstraraðila að Oddrúnarbæ í Hellisgerði.

Hafnarborg-jolakortamynd_1616057410777

26. mar. 2021 : Aldís er nýr forstöðumaður Hafnarborgar

Aldís Arnardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Hafnarborgar. Aldís þekkir vel til safnastarfa sem sjálfstætt starfandi listfræðingur og sýningarstjóri og hefur víðtæka reynslu og þekkingu á listasögu og myndlist.

Síða 2 af 91