FréttirIMG_7021

5. okt. 2022 : Maxímús heimsækir Hafnarfjörð

Maximús Músíkús heimsótti Hafnarfjörð í lok síðustu viku. Kannski ekki í orðsins fyllstu en saga Maxa í máli og myndum og tónar hljómuðu í Hásölum í eyru hátt í 500 barna frá leik- og grunnskólum bæjarins og kennara þeirra. Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, undir faglegri stjórn Ármanns Helgasonar, sá um tónlistina og sögumaður var Björgvin Franz Gíslason.

HljomaSamstarfssamningur

4. okt. 2022 : Músíkmeðferð fyrir börn og ungmenni

Núverið undirrituðu Hafnarfjarðarbær og Hljóma músíkmeðferð samstarfssamning um músíkmeðferð fyrir börn og ungmenni í Hafnarfirði. Hljóma, undir stjórn Ingu Bjarkar Ingadóttur, veitir músíkmeðferð fyrir börn og ungmenni með margvíslegan vanda, svo sem andlega eða líkamlega fötlun, geðrænan vanda, áföll, félagslegar aðstæður og tilfinningalegan vanda.

StrandgataFjardargataUppbygging

3. okt. 2022 : Strandgata 26-30 (Fjarðargata 13-15): Opin kynning

Opin kynning fyrir alla áhugasama um uppbyggingu og framkvæmdir í miðbæ Hafnarfjarðar 

Hafnarfjordur2020

3. okt. 2022 : Starf sviðsstjóra laust til umsóknar

Laust er til umsóknar starf sviðsstjóra fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðarbæjar. Leitað er að öflugum leiðtoga til að stýra daglegum rekstri sviðsins og leiða áfram þau mikilvægu og fjölbreyttu verkefni sem heyra undir sviðið.

BleikKvoldopnun

30. sep. 2022 : Bleik kvöldopnun í hjarta Hafnarfjarðar

Árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan, undir slagorðinu „SÝNUM LIT“ hefst í dag. Þjónustuaðilar í hjarta Hafnarfjarðar taka fagnandi á móti bleikum október með bleikri opnun í kvöld til kl. 21. 

LifumBeturUmhverfisveisla2022_1663062231950

30. sep. 2022 : Hafnarfjarðarbær tekur þátt í Lifum betur

Hafnarfjarðarbær tekur virkan þátt umhverfis- og heilsuveislu í Hörpunni. 20 reynsluboltar fjalla um allt sem tengjast heilsu og umhverfi, 50 sýningaraðilar kynna umhverfisvænar og heilsueflandi vörur og þjónustu auk þess sem boðið er upp á örnámskeið. Allir þátttakendur í veislunni eiga það sameiginlegt að bjóða upp á umhverfisvænar og heilsueflandi vörur, þjónustu, menntun og lausnir.

30. sep. 2022 : Sjóður til eflingar á tónlistarlífi í bænum

Auglýst eftir umsóknum um styrki úr sjóði Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Pétursdóttur til að efla tónlistarlíf í Hafnarfirði.

Heilsubaerinn-endurskinsmerki

29. sep. 2022 : Tryggjum að börnin okkar skíni skært í vetur

Heilsubærinn Hafnarfjörður hefur um árabil fært öllum sex ára börnum í grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar endurskinsmerki að gjöf að hausti. Þessa dagana stendur yfir afhending á gjöfunum til grunnskólanna og er afhending til skólanna í höndum Geitunganna. Geitungarnir eru virknitilboð þar sem leitast er við að hafa fjölbreytta valkosti og boðið upp á starfsþjálfun/ starfsprófun á almennum vinnumarkaði með ófötluðu fólki. 

HinsegnHillingurHafnarfirdiHaust2022

28. sep. 2022 : Hinsegin hittingur fyrir 13-16 ára heldur áfram í vetur

Hinsegin hittingur Hafnarfjarðar heldur áfram í vetur en slíkir hittingar hófust á vorönn 2022. Hittingurinn fer fram annan hvern fimmtudag frá kl. 19:30 - 22 í Vitanum í Lækjarskóla. Næsti hittingur er fimmtudaginn 29. september. Hittingurinn er hugsaður fyrir ungmenni á aldrinum 13-16 ára sem skilgreina sig hinsegin, á einhvern hátt, eru í hinsegin pælingum, áhugasöm um hinsegin málefni eða langar að koma í félagsmiðstöð þar sem öll börn og ungmenni eru velkomin, með eða án nokkurrar skilgreiningar.

Image00023

27. sep. 2022 : Valdeflum ungt fólk – nemendaráðsfræðsla 2022

Árlega er haldin nemendaráðsfræðsla fyrir fulltrúa í nemendaráðum grunnskóla Hafnarfjarðar til að undirbúa hópinn fyrir virka þátttöku í ráðinu. Þátttaka í nemendaráði er mikilvægt hlutverk enda gætir nemendafélag meðal annars að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum innan skólans fyrir hönd nemendahópsins. Markmiðið með nemendaráðsfræðslu er að fulltrúar úr öllum nemendaráðum grunnskóla Hafnarfjarðar komi saman til að efla sig og læra um hlutverk nemendaráða.

Spunaspil2

27. sep. 2022 : Fjögur spunaspilakvöld í boði fyrir 13-15 ára

Verkefnið Spunaspil í Hafnarfirði hlaut nýverið styrk Erasmus+ til að halda spunaspilarakvöld fyrir ungmenni á aldrinum 13-15 ára. Verkefnið er unnið í samstarfi NÚ - framsýn menntun og félagsmiðstöðva Hafnarfjarðarbæjar. Markmið verkefnisins er að hafnfisk ungmenni hafi tækifæri til að kynnast spunaspili og setja sig með áhugaverðum og skemmtilegum hætti í hlutverk annarra.

Síða 1 af 91