Fréttir
  • _MG_9030

OPIÐ HÚS Í GÖMLU SKATT- STOFUNNI

28. nóv. 2017

Hafnarfjarðarbær býður í opið hús í gömlu Gömlu Skattstofunni Suðurgötu 14 næst komandi föstudag 1. des. Milli kl. 15:00 - 17:00. Nýlega festi bærinn kaup á húsinu af Ríkissjóði og í dag hýsir Skattstofan nokkur verkefni á vegum bæjarins.Á næstunni verður efnt til hugmyndavinnu um nafn og framtíðar starfssemi í húsinu.

Tvö verkefni eru þó komin til að vera Geitungarnir (atvinna fyrir fatlað fólk) og Vinskjól (lengd viðvera fyrir fatlaða). Verkefnið Geitungar en EIPA, Evrópustofnunin í opinberri þjónustu, veitti í síðustu viku Hafnarfjarðarbæ EPSA viðurkenningu, eða svokölluð European public sector award fyrir það verkefni.

Viðurkenningin er veitt verkefnum í opinberri þjónustu sem bera vott um góða starfshætti og nýstárlegar úrlausnir á krefjandi viðfangsefnum. Þema EPSA verðlaunanna árið 2017 var nýsköpun í opinberri þjónustu en viðurkenningin var veitt í Maastricht í Hollandi í síðustu viku. Stofnuninni bárust alls 149 tilnefningar frá 30 aðildarlöndum í öllum geirum og þvert á málaflokka.

Húsið verður sem fyrr segir til sýnis á föstudaginn milli 15:00 og 17:00. Tónlist og léttar veitingar og allir velkomnir.

Boðið verður uppá veitingar og hægt verður að kaupa kakó og varning í verslun Geitunganna