Fréttir
  • Undirritun-samnings-vid-Curron

Nýtt snjallforrit bætir þjónustu

31. jan. 2018

Fjölskylduþjónustan og Curron ehf. skrifuðu undir samning í morgun um notkun CareOn kerfisins sem er velferðartækni sem auðveldar að allt utanumhald um heimaþjónustu sveitarfélagsins. Fyrirtækið Curron ehf. hefur þróað snjallforrit (app) sem  starfsmenn heimaþjónustu nýta til þess að auka öryggi þjónustunnar, auðvelda sveigjanleika í þjónustunni, hagræðingu og eykur gæði þjónustunnar. Fjölskylduþjónustan tók þátt í tilraunaverkefni um notkun kerfinsins á síðasta á og var árangur talinn það góður að ákveðið var að ganga til samninga um áframhaldandi notkun kerfisins.