Fréttir
  • IMG_5225

Nýtt leiðanet Strætó tekur gildi 14. júní

10. jún. 2020

Sunnudaginn 14. júní mun taka gildi nýtt og einfaldara leiðanet í Hafnarfirði. Breytingin er fyrsta skrefið í átt að Nýju leiðaneti Strætó og Borgarlínu. Leiðir 22, 33, 34, 43 og 44 munu hætta akstri. Ný leið 19 og lengri leið 21 munu leysa þær af hólmi.

Skref í átt að hágæðasamgöngum - sjá fyrri umfjöllun um breytinguna

Leið 19

Leið 19 mun aka frá Kaplakrika, um Hjallabraut, Setberg, Ásabraut, til Ásvallalaugar og til baka. Leiðin ekur skv. 15 mínútna tíðni á annatímum og 30 mínútna tíðni utan annatíma. Tengingar við leiðir 1, 21 og 55 verða í Firði.

Tímatöflu leiðarinnar má nálgast hér

Leið 21

Leið 21 lengist og mun aka milli Mjóddar og Miklaholts í stað þess að aka á milli Mjóddar og Fjarðar. Leiðin mun áfram aka á 30 mínútna fresti allan daginn. Tengingar við leiðir 1, 19 og 55 verða í Firði.

Tímatöflu leiðarinnar má nálgast hér

Hér fyrir neðan má finna leiðakort af Hafnarfirði