Fréttir
  • 22df71d38b6633e08d6efb0c7f6430e2

Nýtt leiðanet Strætó í mótun

10. okt. 2019

Strætó óskar eftir þátttöku almennings í mótun Nýs leiðanets. Miklar breytingar eru framundan í samgöngu- og skipulagsmálum höfuðborgarsvæðisins. Má þar nefna uppbyggingu Borgarlínu, skipulagsbreytingar á Hlemmi, BSÍ-reit og víðar. Nýtt leiðanet er afrakstur vinnu faghóps um leiðakerfismál og markmið verkefnisins er að laga Strætó að breyttu skipulagi og innleiða nýjar áherslur þar sem örari tíðni og styttri ferðatími verður í forgrunni. 

Opinn kynningarfundur í Firði 28. október

Strætó mun halda opin hús á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Áhugasamir geta komið við, kynnt sér leiðanetið og komið sínum ábendingum á framfæri við starfsfólk Strætó og verkefnastofu Borgarlínu.  Opinn kynningarfundur verður haldinn í Firði 28. október frá kl. 15-18.

Strætó hvetur alla til að skoða fyrstu hugmyndir að Nýju leiðaneti og koma fram með hugmyndir og ábendingar varðandi legu leiða og staðsetningu stoppistöðva. Nýtt leiðanet verður innleitt í skrefum eftir því sem hægt er en stærstu breytingarnar eru áætlaðar um 2023 þegar áætlað er að fyrsta áfanga Borgarlínu verði lokið.

Sjá allar nánari upplýsingar HÉR


Frekari upplýsingar veitir:

 

  • Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó – s. 660-1488
  • Ragnheiður Einarsdóttir, samgöngusérfræðingur Strætó – s. 865-2152