Fréttir
  • SolvangurNyttUtlit

Nýtt hjúkrunarheimili tilbúið í september 2018

16. maí 2017

Hafnarfjarðarbær hefur gengið til samninga við Munck Íslandi vegna byggingar á nýju hjúkrunarheimili á Sólvangi. Tilboð í verkið bárust frá fjórum aðilum og reyndist tilboð Munck Íslandi vera lægst. Kostnaðaráætlun verks hljóðaði upp á 1.515.686.540.- og var tilboð verktaka undir kostnaðaráætlun eða 1.460.336.306.- 

Verkefnið er bygging hjúkrunarheimilis við Sólvang í Hafnarfirði, 3ja hæða byggingu ásamt kjallara undir hluta hússins auk tengiganga sem tengja nýbyggingu við eldra húsnæði Sólvangs. Stærð hússins er um 4.200 fermetrar. Verkefnið felur í sér uppsteypu hússins ásamt fullnaðarfrágangi að utan sem innan svo og lóðarframkvæmdir. Búið er að ljúka jarðvinnu vegna hjúkrunarheimilisins og á Munck Íslandi að ljúka framkvæmdum við hjúkrunarheimilið sjálft í september 2018.

MunckIsland

Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, Haraldur L Haraldsson og Ásgeir Loftsson fyrir hönd verktaka handsala hér verksamning vegna byggingar á hjúkrunarheimili á Sólvangi. Aðrir á mynd eru fulltrúar úr fjölskylduráði, fulltrúar úr verkefnastjórn um uppbyggingu á hjúkrunarheimili, verkefnisstjóri, fulltrúar Munck Íslandi og sviðsstjórar umhverfis- og skipulagsþjónustu og fjölskylduþjónustu.

Verkis

Hér má sjá þá Flosa Sigurðsson hjá Verkís og Haraldur L Haraldsson bæjarstjóra handsala samningi við Verkís um eftirlit á framkvæmdinni á meðan henni stendur. Aðrir á mynd eru fulltrúar úr fjölskylduráði, fulltrúar úr verkefnastjórn um uppbyggingu á hjúkrunarheimili, verkefnastjóri og sviðsstjórar umhverfis- og skipulagsþjónustu og fjölskylduþjónustu.