Fréttir




  • HafnarfjordurFallegur

Nýr umhverfis- og veitustjóri

9. jan. 2018

Guðmundur Elíasson er nýr umhverfis- og veitustjóri í Hafnarfirði. 

Guðmundur er með víðtæka stjórnunarreynslu á sviði umhverfismála, mannvirkjagerðar og veitureksturs og hefur starfað sem yfirmaður umhverfismála, framkvæmda- og veitusviða í Árborg og Fjarðabyggð.

Guðmundur er með meistaragráðu (M.Sc.) í iðnaðar- og rekstrarverkfræði við Álaborgarháskóla frá árinu 1993 og B.Sc. bakkalárgráðu í véltæknifræði frá Odense Teknikum. Þá stundaði hann nám við Vélskóla Íslands á árunum 1979 til 1983.

Við bjóðum Guðmund velkominn til starfa en hann hóf störf í byrjun janúar.