Fréttir
Nýr deildarstjóri þróunar- og tölvudeildar

4. okt. 2019

Eymundur Björnsson hefur verið ráðinn sem deildarstjóri þróunar- og tölvudeildar Hafnarfjarðarbæjar. Eymundur hefur áralanga reynslu af stjórnun upplýsingatækniverkefna m.a. frá Kaupþingi, Íslandsbanka, Össuri og nú síðast hjá Advania þar sem hann var tæknistjóri. 

EB

Í störfum sínum hjá Advania var Eymundur m.a. ábyrgðaraðili og tengiliður við Hafnarfjarðarbæ og þekkir starfsumhverfi sveitarfélagins vel. Eymundur er með BA próf í sálfræði frá Háskóla Íslands, í kerfisfræði frá Háskólanum í Reykjavík og MSc í fjármálum fyrirtækja frá sama skóla.

Alls bárust 38 umsóknir um starf deildarstjóra. Eymundur hefur þegar hafið störf hjá sveitarfélaginu. Við bjóðum Eymund velkominn til starfa!