Fréttir
Ný jafnréttisáætlun

29. mar. 2016

Í upphafi árs var óskað eftir innleggi frá íbúum og öðrum áhugasömum að efni í jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun Hafnarfjarðarbæjar. Nú liggur ný áætlun fyrir og er vinna við jafnréttisstefnu einnig vel á veg komin. Markmið með jafnréttisáætlun Hafnarfjarðarbæjar er að stuðla að jafnrétti kynjanna og að kynja- og jafnréttissjónarmið verði samþætt allri starfsemi bæjarins. Aðgerðaáætlunin byggir á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og jafnréttisstefnu Hafnarfjarðarbæjar sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 1. febrúar 2012 og Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum sem undirritaður var árið 2008.

Jafnréttisáætlun tekur meðal annars á eftirfarandi þáttum:

  • Launajafnrétti
  • Laus störf, starfsþjálfun og endurmenntun
  • Sveigjanleiki til að samræma fjölskyldulíf og atvinnulíf
  • Kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti
  • Unnið gegn mismunun á vinnustöðum og möguleikar fólks með mismunandi starfsgetu auknir
  • Áhersla á samþættingu kynjasjónarmiða í öllu starfi bæjarins

Hver þáttur er vel markaður með markmiðum, aðgerðum, ábyrgð og tímaramma.

Jafnréttisáætlun í heild sinni má finna hér