FréttirFréttir

Ungt fólk og lýðræði

27. mar. 2013

Tveir fulltrúar frá Ungmennaráði Hafnarfjarðar, Christine Mae Velasco og Valgerður Fjölnisdóttir ásamt starfsmanni, fóru á ungmennaráðstefnuna, Ungt fólk og lýðræði. Ráðstefnan var haldin dagana 20.-22. mars á Egilsstöðum.

Um sextíu þátttakendur víðs vegar af landinu mættu á ungmennaráðsstefnuna. Ungmennin voru á aldrinum 16-25 ára frá hinum ýmsum ungmennaráðum landsins.

Þema ráðstefnunnar þetta árið var ungt fólk og skipulag – þátttaka ungs fólks í skipulagsmálum.

Fyrirlesarar ráðstefnunar voru þær Katrín Karlsdóttir, M.Sc. í skipulagsverkfræði og umhverfissálarfræði ásamt Margréti María Sigurðardóttur, umboðsmann barna. Vinnustofur tengdar efni fyrirlesara voru í umsjón fyrirlesara og starfsmanna. Formlegar kynningar á niðurstöðum voru kynntar á opnum fundi í lok ráðstefnunnar.