FréttirFréttir

  • h-welcome

Dagur ferðaþjónustunnar 

20. mar. 2013

Ferðamálasamtök Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbær halda Dag ferðaþjónustunnar  í Hafnarfirði föstudaginn 22 mars frá kl 15:00 til 18:00 í salarkynnum Hraunbúa í Skátaheimilinu á Víðistaðatúni við Hjallabraut. Þar munu ferðaþjónustufyrirtæki  í  Hafnarfirði kynna þjónustu sína og vörur. Boðið verður upp á áhugaverða fyrirlestra um notkun samfélagsmiðla í markaðssetningu ferðaþjónustu, hvernig fyrirtæki í ferðaþjónustu geta gert sameiginlega ferðapakka og tækifæri Hafnarfjarðar í  ört vaxandi atvinnugrein  í erindi sem nefnist  Bærinn í borginni.  Hafnarfjörður er spennandi  ferðamannabær og  á degi ferðaþjónustunnar gefst tækifæri til að kynnast áhugaverðum og heillandi sprotum í ferðaþjónustu. Allir eru velkomnir.    

Dagskrá

  • 15:00     Húsið opnar
  • 15.30     Erindi um notkun samfélagsmiðla í markaðssetnningu og kynningu á ferðaþjónustu. Súsanna  Rós Westlund
  • 16.00     Erindi um Ferðapakka og samvinnu mismunandi ferðaþjónustuaðila. Súsanna Rós Westlund
  • 16.30     Kaffihlé
  • 17.00     Erindi sem nefnist Bærinn í Borginni. Fjallað um ný tækifæri í tilefni þess að Hafnarfjörður hefur sett sér nýja Ferðamálastefnu. Hlíf Ingibjörnsdóttir