FréttirFréttir

Sigurvegarar í smásagnasamkeppni

20. mar. 2013

Hanna Þráinsdóttir í 10-K í Öldutúnsskóla er sigurvegari í smásagnasamkeppni 8.-10. bekkinga í Hafnarfirði skólaárið 2012-2013 en úrslitin voru kynnt á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarborg. Smásaga hennar nefndist Að sitja á bekk. Í öðru sæti varð Unnar Lúðvík Björnsson 10-ÞM í Víðistaðaskóla fyrir sögu sína Í myndaflugi. Dyr draumanna endaði í þriðja sæti og er höfundur hennar Hanna Lind Sigurjónsdóttir, Áslandsskóla.

Keppnin er árleg og í ár var þema keppninnar viðburðir.

Myndin: Séð frá vinstri, Eyjólfur Sæmundsson, formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar sem afhenti verðlaun, Hanna, Unnar, Hanna Lind, Ingibjörg Einarsdóttir skrifstofustjóri Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar og Úlfar Snær Arnarson, formaður Samtaka móðurmálskennara og formaður dómnefndar í smásögusamkeppninni.