FréttirFréttir

Mottumars armbönd

12. mar. 2013

Í  tilefni af mottumars, keypti Guðrún Ágúst Guðmundsdóttir bæjarstjóri, fyrsta armbandið af mörgum sem seld verða til styrktar starfsemi Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar í marsmánuðinum. 

Salan á armböndunum  verður  föstudaginn 15. mars,  mottudaginn, og á laugardaginn 16. mars í Fjarðarkaup. 

Armbandið kostar 1500 kr.   Ágóðinn af sölunni fer í ýmis forvarnarverkefni á vegum Krabbameinsfélagsins.