FréttirFréttir

Jólaþorpið

28. nóv. 2012

Hér má sjá dagskrána sem verður í Jólaþorpinu um helgina. Mikið um að vera og við hlökkum til að sjá þig.

Laugardagurinn 1. desember
14:00 Söngatriði frá 9. bekk í Lækjarskóla – Guðrún Þorkelsdóttir
14:30 Kvennakór Hafnarfjarðar
14:45 Kór Öldutúnsskóla
15:00 Brúðubílinn mætir í Jólaþorpið og skemmtir börnunum
16:00 After Hours tríóið leikur ljúfa jólatóna
16:40 Óperukór Hafnarfjarðar syngur fyrir gesti

Sunnudagurinn 2. desember
14:00 B sveit Lúðrasveitar Tónlistarskólans í Hafnarfirði leikur nokkur lög
14:15 Einar töframaður mætir með flotta galdrasýningu
14:30 Hver týndi jólakettinum? Fjörugt leikatriði fyrir börn
15:00 Úti jólaball í boði Rauðhettu og jólasveina
16:00 Margrét Arnardóttir röltir með nikkuna um þorpið og skapar ljúfa stemningu

Önnur dagskrá

Syngjandi jól í sextánda sinn.
Laugardaginn 1. Desember frá 9:40 -17:00.
Yfir tuttugu kórar sem samanstanda af söngfólki á öllum aldri.

Tendrun jólaljósa á vinabæjartré frá Cuxhaven við höfnina 1. desember 15:00
Félagar úr Lúðrasveit Hafnarfjarðar leika nokkur lög.
16:00 Fulltrúi frá Cuxhaven flytur ávarp og tendrar ljósin Ávörp frá Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðar og sendiherra Þýskalands hr. Thomas Meister.
Börn frá leikskólanum Víðivöllum syngja Jólasveinar skemmta börnunumn
Kakó á Kænunni