FréttirFréttir

Fækkun afbrota

28. nóv. 2012

Nýlega kynnti lögregla afbrotatíðnitölur úr Hafnarfirði á fundi með fulltrúum Hafnarfjarðarbæjar og fulltrúum foreldrafélaga grunnskóla.

Almennt má segja að mikil ánægja sé með þróun afbrota í Hafnarfirði en þeim fækkar í öllum flokkum og sérstaklega eru færri innbrot ánægjuleg tíðindi.

Forvirkar aðgerðir lögreglu auk árangurs rannsóknarvinnu skila greinilegum árangri varðandi innbrotin en engu að síður má rekja fækkun innbrota til þess hve íbúar eru sjálfir orðnir vakandi varðandi sitt nánasta umhverfi.

Umferðaslysum fækkar einnig og kynnti lögreglan gráa bletti í bænum sem vinna má frekar með til að fækka slysum. Annars eru Hafnfirðingar nokkuð ánægðir með lögregluna sína en nánari upplýsingar um tölfræði tengda störfum lögreglunnar í Hafnarfirði má nálgast hér.