FréttirFréttir

Takk fyrir komuna í Jólaþorpið

26. nóv. 2012

Fyrsta helgin í Jólaþorpinu lukkaðist vel og sóttu margir þorpið heim. Stöðugur straumur af fólki var báða dagana og var einkar margt um manninn þegar tendrað var á vinabæjartrénu frá Friðriksbergi.

Grýla taldi niður ásamt danska ræðismanninum Ernst Hemmingsen, forseta bæjarstjórnar Margréti Gauju Magnúsdóttur, jólasveinum, jólakettinum og gestum Jólaþorpsins.

Á Sunnudaginn var svo vel sótt úti- jólaball, en þau eru eitt af aðalsmerkjum Jólaþorpsins.

Við bjóðum alla velkomna um næstu helgi í Jólaþorpið þar sem ýmislegt verður í boði.