FréttirFréttir

  • 36248_hafnarborg_-ny

Hafnarborg opnar safnverslun

22. nóv. 2012

Föstudaginn 23. nóvember verður opnuð ný safnverslun í Hafnarborg í samstarfið við Spark. Spark er vettvangur fyrir framúrskarandi ný hönnunarverkefni, þar sem lögð er áhersla á að kynna og styðja við framsækna íslenska hönnun.

Í safnversluninni verða meðal annars seldar vörur frá hönnunarteyminu Vík Prjónsdóttur, Stefnumóti hönnuða og bænda, Andreu Maack, Þórunni Árnadóttur, Brynjari Sigurðarsyni,Hildi Ýr Jónsdóttur, Olle & Stephan, Secret Shop, Megan Herbert og Scintilla.

Einnig verður áfram boðið upp á úrval af bókum og sýningarskrám sem tengjast sýningum safnsins í safnverslun Hafnarborgar.

Safnverslunin er opin á opnunartíma Hafnarborgar, alla daga nema þriðjudaga frá 12 – 17 og til kl. 21 alla fimmtudaga.