FréttirFréttir

Velkomin í Jólaþorpið

22. nóv. 2012

Jólaþorpið opnar laugardaginn 24. nóvember kl. 13 og verður mikið um að vera í þorpinu um helgina. Hápunkturinn á laugardaginn er þegar tendrað verður á jólatrénu frá vinabæ Hafnarfjarðar, Friðriksbergi í Danmörku.

Í litlu jólahúsunum er ýmislegt í boði sem tilvalið er að setja í jólapakka. Alls konar gjafavara, heimilisiðnaður, handverk og hönnun ásamt gómsætum veitingum.

Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í Jólaþorpinu. Jólaþorpið er opið frá 13-18 allar helgar fram til jóla og á Þorláksmessu frá 13-22.

Fjölbreytt skemmtidagskrá á sviði alla opnunardaga og hægt er að sjá dagskrá fyrir hverja helgi á vef bæjarins eða fylgjast með jólaþorpinu á fésbókinni.

Hér er hægt að sjá dagskrá helgarinnar.