FréttirFréttir

Leikskólabörn bæjarins skreyta Jólaþorpið

20. nóv. 2012

Fimmtudaginn 22. nóvember koma börn úr leikskólum bæjarins í Jólaþorpið og skreyta jólatrén sem umlykja þorpið með fallegu hlutunum sem þau hafa búið til undanfarna daga.

Börnin byrja að koma í þorpið kl. 9:30 á fimmtudag og síðasti hópurinn þann dag kemur kl 13:30. Hressir jólasveinar taka á móti börnunum og syngja með þeim jólalög.

Skrautið er af ýmsum toga og er hugvitsemin allsráðandi. Það verður því virkilega fallegt um að litast í Jólaþorpinu þegar allt skrautið verður komið á sinn stað.

Leikskólabörnin hafa skreytt Jólaþorpið frá upphafi eða í þau 10 ár sem þorpið hefur risið. Skrautið þeirra er afar kærkomið og setur skemmtilegan svip á viðburðinn.

Jólaþorpið opnar í tíunda sinn þann 24. nóvember og verður opið á laugar- og sunnudögum fram að jólum frá kl. 13-18 og á Þorláksmessu frá 13-22.