FréttirFréttir

Meginverkefni

6. feb. 2003

Skólaskrifstofan er þjónustumiðstöð í þágu menntunar í bæjarfélaginu. Undir Skólaskrifstofuna heyra menntastofnanir sem reknar eru af sveitarfélaginu. Á Skólaskrifstofunni starfa sérhæfðir starfsmenn og leitast er við að veita faglega ráðgjöf og þjónustu sem hæfir hverju sinni.
Meginverkefni hennar eru eftirfarandi:

Umsjón og eftirlit með framkvæmd laga um leik- og grunnskóla.
Skólaþróun og nýbreytnistarf.
Ráðgjafarþjónusta.
Endur og símenntun kennara.
Starfræksla kennslugagnamiðstöðvar og myndbandasafns.
Áætlanagerð.
Ráðningar starfsfólks og umsjón með launamálum.
Eftirlit og umsjón með aðbúnaði og námsumhverfi.
Umsjón með daglegum rekstri, eignum og eignabreytingum.
Öflun og miðlun upplýsinga.
Úrskurðir í ágreiningsmálum.

Í skólunum sem heyra undir Skólaskrifstofuna eru um 5800 nemendur, 3600 í grunnskóla, 1500 í leikskóla, 600 í Tónlistarskólanum og um 300 - 400 í Námsflokkunum.