FréttirFréttir

  • Kosningar

Viðmiðunardagur kjörskrár

26. sep. 2012

Viðmiðunardagur kjörskrár vegna ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd er laugardagurinn 29. september n.k. en þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram þann 20. október 2012.

Á kjörskrá skal taka alla þá sem skráðir voru með lögheimili í ákveðnu sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrár þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag, uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði 1. mgr. 1. gr. um kosningalaga. Þjóðskrá Íslands vill af þessu tilefni minna á nauðsyn þess að íbúaskráningin sé sem réttust.

Flutningur á lögheimili á milli sveitarfélaga og innan sveitarfélags, sem á sér stað eftir 29. september 2012 mun ekki hafa áhrif á útgefinn kjörskrárstofn. Þetta þýðir að tilkynningar um lögheimilisbreytingar þurfa að berast okkur í síðasta lagi 28. september eigi þær breytingar að verða skráðar í þjóðskrá fyrir viðmiðunardag.

Mælst er til þess að tilkynningar um lögheimilisflutning berist fyrir kl. 16 þann 28. september. Vinsamlegast upplýsið viðeigandi aðila hjá ykkar sveitarfélagi. Samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni fer fram kosning um sameiningu sveitarfélaganna Garðabæjar og Álftaness. Sömu viðmið og nefnd eru hér að ofan gilda um þær kosningar.