FréttirFréttir

  • Linda, Geir og Bergmundur Elli voru að koma skrifborðum fyrir.

Skrifstofa ÍTH flytur í ráðhúsið

26. sep. 2012

Skrifstofa ÍTH sem áður var að Mjósundi 10, Gamla bókasafninu, er flutt að Strandgötu 6, 3. hæð í ráðhús Hafnarfjarðarbæjar. Þeir sem þurfa að sækja þjónustu á skrifstofuna, þurfa fyrst að koma við í Þjónustuverinu og láta vita af sér.

Sími skrifstofu ÍTH er 585 5500 og starfsmenn eru verkefnastjórarnir Erla B. Hjartardóttir og Linda H. Leifsdóttir og Geir Bjarnason starfandi æskulýðsfulltrúi.