FréttirFréttir

  • Verið að setja upp merkingar fyrir Hafnarborg

Reglugerð um skilti í landi bæjarins

25. sep. 2012

Að gefnu tilefni vill Skipulags- og byggingarfulltrúi árétta eftirfarandi: Á fundi bæjarstjórnar þann 29. mars 2012 var samþykkt reglugerð um skilti í landi bæjarins. Þar kemur m.a. annars fram að einungis megi setja vegvísa að opinberum stofnunum á ljósastaura.

Byggingarfulltrúi getur krafist þess að eldri skilti (auglýsing), sem sett hafa verið upp án leyfis fyrir gildistöku samþykktar þessarar, skuli fjarlægð þegar í stað ef þau hafa að hans mati truflandi áhrif á umferð eða valda verulegum umhverfisspjöllum. Að öðru leyti skal fara með þessi skilti skv. ákvæðum byggingarreglugerðar kafla 2.5 þar sem segir m.a. að sækja þurfi um leyfi fyrir slíkum skiltum til byggingarfulltrúa.

Hér má skoða skiltareglugerðina.