FréttirFréttir

  • Flottir leikskólakrakkar

Skipulagsdagur í leikskólum bæjarins

19. sep. 2012

Næsta þriðjudag, 25.september, verður fyrsti skipulagsdagur af fimm þar sem allt starfsfólk leikskóla í Hafnarfirði kemur saman til að hlusta á fyrirlestra í tengslum við gerð skólanámskrár.

Fyrirlestrunum er ætlað að styrkja starfsfólkið til að taka þátt í umræðum um efnistök skólanámskrár að þeim loknum. Þannig fá allir tækifæri til þátttöku í að skapa þá menntastefnu sem skólinn ætlar að standa fyrir.

Starfsfólk vinnur í samráði við sína stjórnendur að þróun skólanámskrárinnar í samræmi við aðstæður og sérstakar áherslur leikskólans.

Fundurinn er í íþróttahúsi Hauka við Ásvelli og hefst stundvíslega kl. 8.15 með ávarpi bæjarstjóra

Eftir fundinn er gert ráð fyrir að starfsfólk fari „heim“ í sinn leikskóla til áframhaldandi vinnu.