FréttirFréttir

  • Jólasveinn í

Viltu koma fram í Jólaþorpinu?

19. sep. 2012

Langar þig að koma fram á sviði Jólaþorpsins eða hópurinn þinn? Þá er bara að hafa samband við Skrifstofu menningar- og ferðamála að Strandgötu 6 eða senda okkur póst á jolathorp@hafnarfjordur.is .

Allt getur komið til greina, tónlistaratriði, dans, leikur, grín og glens – sendið okkur línu og við förum yfir málið.

Jólaþorpið opnar 24. nóvember og verður opið fimm helgar fram að jólum.

Endilega hafið samband sem fyrst!