FréttirFréttir

  • Jólaball

Ert þú með góða hugmynd fyrir Jólaþorpið?

14. sep. 2012

Mikill áhugi er á söluhúsum Jólaþorpsins, eins og síðustu ár, og hafa nú þegar fjölmargar umsóknir borist. Valið verður úr innsendum umsóknum um miðjan október og eru allir sem áhuga hafa hvattir til að sækja um.  Til þess að hvert hús verði sem fjölbreytilegast er bent á að tilvalið er að deila húsi.

Jólaþorpið fagnar 10 ára afmæli sínu þetta árið og ef þú ert með góða hugmynd að skemmtiatriði eða langar að leggja okkur lið til þess að gera Jólaþorpið enn skemmtilegra þá sendu okkur línu sem fyrst.   Umsóknareyðublöð um söluhús er að finna á www.hafnarfjordur.is.  Ábendingar um betrumbætur og skemmtiatriði sendist á jolathorp@hafnarfjordur.is

Jólakveðja frá 10 ára Jólaþorpinu.