FréttirFréttir

  • Útsvarsliðið 2012

Árni Stefán, Erla og Magnús Árni skipa útsvarslið bæjarins

13. sep. 2012

Spurningaþátturinn Útsvar verður á dagskrá RÚV  í vetur. Þetta er sjötti vetur þessa vinsæla spurningaþáttar og verður þátturinn að venju sýndur á föstudagskvöldum. Hafnarfjarðarbær hefur tekið þátt öll sjö skiptin og hefur okkar fólk staðið sig mjög vel.

Í ár skipa þau Árni Stefán Guðjónsson, Erla Ragnarsdóttir og Magnús Árni Magnússon lið Hafnarfjarðarbæjar. Þau hittust í fyrsta sinn í kvöld til að leggja línur fyrir veturinn og spjalla um formið á þættinum sem er með mjög svipuðu sniði og í fyrra.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri hitt hópinn og óskaði þeim góðs gengis og góðrar skemmtunar þann 5. október en þá munu þau keppa við nágranna okkar í Grindavík.