FréttirFréttir

  • Alltaf gaman í sundi.

Íþrótta- og tómstundastyrkir

12. sep. 2012

Nú er búið að setja upp NORA skráningarkerfi hjá flestum íþrótta- og tómstundarfélögum bæjarins og kerfið er tilbúið til notkunar í gegnum Mínar síður.

Markmið bæjarins með NORA er að samræma skráningu og vinnubrögð gagnvart íþrótta- og tómstundahreyfingunni og um leið að auka þjónustuna við bæjarbúa. Með því að fara inn á Mínar síður hér á vefnum er hægt að skrá barn hjá viðkomandi íþróttafélagi, sækja niðurgreiðsluna og ganga frá greiðslu.

Þegar komið er inn á Mínar síður er  smellt á merki viðkomandi félags. Forráðamaður skráir síðan barn á námskeið og getur sótt um styrkinn sem þá dregst frá námskeiðargjaldi.

Reglur, meginmarkmið og skilyrði fyrir niðurgreiðslum Hafnarfjarðarbæjar hjá iðkendum 6 til 16 ára  í íþrótta- og tómstundafélögum frá  1. september 2012

Athygli er vakin á því að félög sem ekki eru tengd kerfinu verða að gefa út kvittun fyrir greiðslu æfingargjalda og forráðamenn verða að koma með kvittun fyrir greiðslunni í Þjónustuver til að fá niðgreiðsluna greidda.

Hafnarfjarðarbær hefur frá árinu 2002 greitt niður þátttökugjöld í íþrótta- og tómstundastarfi með það að markmiði að gera börnum í Hafnarfirði kleift að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag fjölskyldna og um leið að efla íþrótta- og forvarnastarf í bænum.

Ef vandkvæði koma upp hafið vinsamlegast samband við Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar s. 585-5500 eða með tölvupósti hafnarfjordur@hafnarfjordur.is  . Einnig er hægt að tala við þjónustufulltrúa í netspjalli.