FréttirFréttir

  • Hafnarfjörður

Styrkir - umsóknarfrestur til 1.október

24. sep. 2012

Bæjarráð veitir ár hvert félagasamtökum, fyrirtækjum eða einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröð sveitarfélagsins.

Umsóknarfrestur er til 1.október 2012.

Hér má finna reglur um styrkveitingar og umsóknareyðublað. Sækja þarf um í gegnum Mínar síður – umsókn um styrk – bæjarráðsstyrkur.

Gert er ráð fyrir að úthlutun verði lokið fyrir 1. desember 2012.

Fyrirspurnir og nánari upplýsingar er hægt að senda á netfangið jonaosk@hafnarfjodur.is

 Aðstoð við skráningu er hægt að fá í þjónustuveri bæjarins 585 5500 eða í gegnum netspjall á heimasíðu bæjarins.