FréttirFréttir

  • Gaflarathing2012_menntamal01

Gaflarakaffi um menntamál

26. mar. 2012

Á laugardaginn var, 24. mars, var haldið Gaflarakaffi í Lækjarskóla í Hafnarfirði, málþing um skólamál. Þangað var boðið öllum Hafnarfirðingum sem vildu taka þátt í umræðu um þrjú málefni sérstaklega, þ.e. hugmynd um unglingaskóla, 5 ára deildir í grunnskóla og 2-9 ára skóla. Þátttakendur á málstofum voru vel á annað hundrað sem hlustaði á fróðleg erindi og leggja til umræðunnar, bæði í umræði og með skriflegum skilaboðum til undirbúningshóps málþingsins.

Punktar frá málþinginu verða birtir síðar á vef bæjarins. Málþingið var fróðlegt og gafst vel.