FréttirFréttir

  • MenningAsland2012_03

Menningardagar í Áslandsskóla

26. mar. 2012

Menningardagar voru í Áslandsskóla í síðustu viku. Hápunktur þeirra var hátíð í skólanum á fimmtudaginn var þar sem nemendur og starfsfólk kynntu afrakstur vikunnar og annarrar vinnu hjá nemendum í vetur. Meginþema menningardaga í ár var bókin. Nemendur unnu með bækur á margvíslegan hátt, t.d. að “föndra” úr bókum, hanna bókarkápur, semja eigin texta í og um bækur. Auk þess var kaffisala til fjáröflunar, draugahús, skemmtileg Latabæjarsýning og Potterþema með áhugaverðum atriðum. Fróðleg og umfangsmikil sýning. Meiri upplýsingar og myndir er að finna á vef skólans, www.aslandsskoli.is.