FréttirFréttir

  • Styrkveitingar

Menningarstyrkir

26. mar. 2012

Fimmtudaginn 22. mars veitti menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar styrki til lista og menningarstarfsemi. Veittir voru 23 styrkir og fór athöfnin fram í Góðtemplarahúsinu að Suðurgötu 7 en húsið var einmitt vagga menningarlífs í Hafnarfirði í áratugi. Styrkfjárhæð var samtals kr. 4.900.000.

Styrki hlutu: Karlakórinn Þrestir vegna hundrað ára afmælis kr. 600.000, Leikfélag Hafnarfjarðar, Halldór Árni Sveinsson vegna heimildarmyndar og stikla á vef um Bjarta daga og Sveinssafn kr. 500.000, Lúðrasveit Hafnarfjarðar kr. 300.000, Gamla bókasafnið, kaffi og menningarhús fyrir ungt fólk kr. 250.000, Steinunn Guðnadóttir vegna Hátíðar Hamarskotslækjar og Ólafur Engilbertsson og Njáll Sigurðsson vegna viðburðar er tengist 50 ára ártíð Friðriks Bjarnasonar og 100 ára afmælis Páls k. Pálssonar, hljómsveitin Vicky kr. 200.000, Kvennakór Hafnarfjarðar, Gaflarakórinn, List án landamæra, Ragnheiður Gestsdóttir vegna dagskrár um Ragnheiði Jónsdóttur rithöfund, Eysteinn Guðni Guðnason vegna ratleiks sem byggir á kvikmyndum sem teknar hafa verið upp í Hafnarfirði og Álfagarðurinn í Hellisgerði vegna Jónsmessuhátíðar kr. 150.000, Tónlistarhópurinn Camerartica, Alda Ingibergsdóttir vegna afmælistónleika, Iona Sjöfn Hungtington-Williams og Bára Bjarnadóttir vegna viðburða í sumar í tengslum við starfsemi ITH, Vala Magnúsdóttir vegna veggmyndasýningar í Hellisgerði, Brynhildur Ingibjörg Oddsdóttir vegna tónleika, Gunnar Karl Gunnlaugsson vegna ljósmyndasýningar og Birgir Sigurðsson vegna sýninga í Galleríi 002 kr. 100.000, Gunnhildur Þórðardóttir vegna sýningar kr. 50.000.