FréttirFréttir

  • Frá Lækjarskóla

Drög í umsagnarferli

22. mar. 2012

Fræðsluráð Hafnarfjarðar samþykkti á síðasta fundi sínum að senda í umsagnarferli drög að viðmiðunarreglum um samskipti skóla og trúar- og lífsskoðunarfélaga. Þessi drög miða að því að skýra samspil skólastarfs við trúarlega starfsemi í því að skrá þá starfshætti sem eru í gangi í leik- og grunnskólum í Hafnarfirði svo þeir séu öllum augljósir og í samræmi við góða og gilda stjórnsýslu.

Allir hafa tækifæri til að gera athugsemdir eða ábendingar við drögin. Þeim skal skila til Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Linnetsstíg 3, 220 Hafnarfjörður eða í tölvupósti til magnusb@hafnarfjordur.is. Umsagnarfrestur er til miðvikudags 4. apríl nk.

Drögin er hægt að nálgast hér.