FréttirFréttir

  • DSC_9453

Innritun lýkur 30.mars

30. mar. 2012

Innritun nemenda í fyrsta bekk, sem fæddir eru árið 2006 verður í grunnskólum Hafnarfjarðar 26. - 30. mars klukkan 9:00 – 15:00. Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast á milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Hafnarfjörð fyrir næsta skólaár.

Innritunin fer fram í grunnskólunum en einnig er hægt að sækja um rafrænt á Mínum síðum. Nemendur eiga rétt á skólavist í sínu skólahverfi en eins og undanfarin ár geta foreldrar sótt um að hafa barnið sitt í öðrum grunnskóla og er leitast við að koma til móts við þær óskir.

Áslandsskóli s. 585 4600 aslandsskoli@aslandsskoli.is
Hraunvallaskóli s. 590 2800 hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is
Hvaleyrarskóli s. 565 0200 hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is
Lækjarskóli s. 555 0585 skoli@laekjarskoli.is
Setbergsskóli s. 565 1011 setbergsskoli@setbergsskoli.is
Víðistaðaskóli s. 595 5800 vidistadaskoli@vidistadaskoli.is
Öldutúnsskóli s. 555 1546 oldutunsskoli@oldutunsskoli.is

Sérstök athygli er vakin á því að umsóknarfrestur um heimild til að stunda nám í sjálfstætt reknum skólum eða grunnskólum annarra sveitarfélaga á næsta skólaári er til 1. maí sjá www.hafnarfjordur.is

Fræðslustjórinn í Hafnarfirði