FréttirFréttir

  • Íþróttamót grunnskóla 2011_03
    Íþróttamót grunnskóla 2011-2012

Gaflarakaffi um skólamál

20. mar. 2012

Tilefni þess er að starfshópur er að störfum hjá bænum til að skoða skipan skólamála. Á þinginu verða sérstaklega rædd þrjú mál sem eru aðkallandi í skólaumræðunni í Hafnarfirði:

1. Hvort unglingaskóli fyrir hverfi í uppbyggingu (Ásland, Vellir) komi frekar til greina en að byggja yngri barna skóla eða útibú við grunnskóla (Áslandsskóli, Hraunvallaskóli) vegna væntanlegrar fjölgunar íbúa í þeim hverfum á næstu árum.

2. Hvort 5 ára börn/deildir verði í húsnæði grunnskóla þar sem það er til staðar (Setbergsskólahverfið nefnt sem raunhæfur möguleiki nú). Þetta myndi spara leikskólabyggingar, en tryggja verður að gæði skólastarfsins verði ekki minni.

3. Hvort 2-9 ára grunnskóli verði til sem skólamöguleiki (t.d. í Engidal) frekar en að reka innan sama húsnæðis bæði leikskóla (Álfaberg) og grunnskóla (Víðistaðaskóli) svo til verði nýtt skólaform í Hafnarfirði. Kynning frá Mosfellsbæ, en þar er slíkur skóli í rekstri.

Erindi og umræður verða í málstofum til að hlusta á og heyra sjónarmið um æskilega þróun á skólaskipan fyrir árangursríkt skólastarf í Hafnarfirði.

Allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.