FréttirFréttir

  • Hafnarfjörður

Jafnvægi í rekstri

29. mar. 2012

Á fundi Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær, miðvikudaginn 27.mars, var  þriggja ára fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árin 2013–2015 samþykkt.

Helstu niðurstöður eru eftirfarandi Heildartekjur samstæðunnar eru áætlaðar 16,6 ma.kr. á árinu 2013, 16,9 ma.ma. kr. 2014 og 17 ma.kr. 2015. Heildarútgjöld á ári 2013 til 2015 eru áætluð um 14,7 ma. kr. og er framlegðin (EBITDA) um 3 - 3,3 ma. kr. eða frá 17% - 19% af tekjum.

Fjármagnsliðir eru áætlaðir á árinu 2013 1,3 ma. kr en fara lækkandi á árunum 2014 og 2015 vegna lækkandi skulda. Gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarafkomu öll árin, 753 millj.kr. á árinu 2013 , 1,1 ma.kr. á árinu 2014 og um 1,3 ma. kr. á árinu 2015.

Eigið fé hækkar sem nemur jákvæðri afkomu og skuldir lækka umtalsvert á tímabilinu. Eignir sveitarfélagsins lækka á tímabilinu en nýfjárfestingar vega lítið upp í afskriftir ársins.

Veltufé frá rekstri er sá mælikvarði sem litið er til þegar meta skal getu sveitarfélagsins til að standa við skuldbindingar sínar. Mælikvarðinn gefur meðal annars vísbendingu um hversu mikið er til ráðstöfunar frá rekstri til fjárfestinga og til greiðslu skulda.

Á árunum 2013-2015 er gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði á bilinu 2 -2,4 ma kr. sem nemur um 12-14% af heildartekjum.Áætluðum fjárfestingum verður haldið í lágmarki eða um 190 millj.kr. á árinu 2013 og 2014 en fara í 350 millj.kr. á árinu 2015.

Gert er ráð fyrir 200 millj. kr. lóðasölu á árinu 2013 og 2014 og 300 millj. kr. sölu á árinu 2015 en í áætluninni er gert ráð fyrir að andvirði lóðanna fari til niðurgreiðslu skulda. Ekki er gert ráð fyrir nýjum lántökum fyrr en á árinu 2015 þegar kemur að endurfjármögnun erlenda lána. Afborganir langtímalána og leiguskulda eru um 1,8 ma.kr. 2013, um 2,0 ma.kr. 2014 og 12,5 ma.kr. á árinu 2015.

Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri segir að markmið fjárhagsáætlana undanfarinna ára hafi gengið eftir og það komi skýrt fram í þessari áætlun að viðsnúningur er í rekstri bæjarins og niðurgreiðsla á skuldum verði umtalsverð á tímabilinu 2013- 2015. Áætlunin sem var lögð fram í dag sýni ábyrga fjármálstjórn, stöðugleika og grundvöll fyrir bjartri framtíð.

Hér á vef bæjarins er hægt að nálgast áætlunina ásamt greinargerð.

Fjárhagsáætlun ásamt greinagerð