FréttirFréttir

Þekkir þú konurnar á myndinni ?

24. feb. 2012

Ljósmyndasafn Byggðasafns Hafnarfjarðar varðveitir í kringum 140 þúsund filmur, myndir og glerplötur. Nú stendur yfir átak í skráningu á ljósmyndum frá ýmsum tímabilum í sögu bæjarins og er leitað til ykkar, bæjarbúa, um aðstoð.

Þökkum öllum sem sendu inn ábendingar við myndina sem birt var sl. föstudag.

Mynd dagsins er af konum í kvenfélagi Vorboðans, félagi Sjálfstæðiskvenna í Hafnarfirði. Engin nöfn fylgja myndinni en hún var tekin 7. desember 1969.

Þekkir þú konurnar ? Ef svo er sendu okkur línu á netfangið rosakaren@hafnarfjordur.is