FréttirFréttir

  • Hafnarfjörður

Styrkir til greiðslu fasteignaskatts

22. feb. 2012

Þeir aðilar sem eiga álagningarskyldar fasteignir í Hafnarfirði, þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta- og æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf, eiga þess kost að sækja um styrki til greiðslu fasteignaskatts.

Styrkirnir taka einvörðungu til fasteigna sem er í eigu viðkomandi félagasamtaka og eru notuð í framangreindum tilgangi. Sótt er um rafrænt á www.hafnarfjordur.is Með umsóknunum skulu fylgja lög og/eða samþykktir starfseminnar og ársreikningur síðasta árs eða sambærileg gögn, stutt greinargerð um notkun fasteignarinnar. A

ð öðru leyti gilda reglur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts sem samþykktar voru 7. mars 2006 og settar eru með stoð í 7. gr. reglugerðar um fasteignaskatt nr. 1160/2005.

Umsóknarfrestur er til og með 18. mars næstkomandi.

Þurfir þú á aðstoð að halda við innskráningu eða notkun á íbúagáttinni þá endilega hafðu samband við þjónustuver bæjarins 585 5500 eða notaðu netspjallið á www.hafnarfjordur.is