FréttirFréttir

  • Strætókort

Netsala á Strætó.is tvöfaldast

20. feb. 2012

Sala á farmiðum og kortum á Netinu eykst ár frá ári hjá Strætó bs. og var netsalan í janúar 2012 tvöfalt meiri en í sama mánuði í fyrra. Þetta er í samræmi við þróunina undanfarin ár, notkun Strætó.is verður stöðugt almennari og ríkari þáttur í þjónustu fyrirtækisins. Strætófarþegar nýta Netið einnig í auknum mæli þegar þeir leita sér upplýsinga um ferðir vagna, og munar þar mest um hið nýja rauntímakort sem tekið var í notkun á Strætó.is í ársbyrjun. Með tilkomu rauntímakortsins fjölgaði heimsóknum á Strætó.is um 45%. Á rauntímakortinu er staðsetning vagnanna uppfærð á um tíu sekúndna fresti með hjálp GPS-búnaðar sem er um borð í öllum vögnum. Einnig er unnið að nýrri útgáfu leiðarvísis á Strætó.is og munu rauntímaupplýsingar verða aðgengilegar þar á næstu mánuðum. Samhliða því eru í vinnslu viðbætur fyrir flestar gerðir snjallsíma sem gera viðskiptavinum auðvelt fyrir að nota leiðarvísinn til að fylgjast með ferðum vagnanna og sjá nákvæmlega hvenær vagninn er væntanlegur.