FréttirFréttir

Bæjarstjórn 28.10.2008

30. okt. 2008

Fundinn sátu eftirtaldir bæjarfulltrúar:
Lúðvík Geirsson, Ellý Erlingsdóttir, Guðmundur Rúnar Árnason, Margrét Gauja Magnúsdóttir, Guðfinna Guðmundsdóttir, Gunnar Svavarsson, Gísli Ó. Valdimarsson, Haraldur Þór Ólason, Rósa Guðbjartsdóttir, María Kristín Gylfadóttir, Jón Páll Hallgrímsson,
 
Fundargerð ritaði:  Guðmundur Benediktsson, bæjarlögmaður
 
Forseti bæjarstjórnar, Ellý Erlingsdóttir, setti fundinn og stjórnaði honum.  
Forseti leitaði þeirra afbrigða að á dagskrá komi 9. liður í fundargerð bæjarráðs, Greenstone ehf., viljayfirlýsing, sem samþykkt var samhljóða með 10 atkv.
 
Dagskrá:
 
            Almenn erindi
1. SB040377 - Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa
1. SB040377 - Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa
Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa 08.10.2008 og 15.10.2008.

A-hluta fundargerðanna samþykkti bæjarstjórn samhljóða með 11 atkv.

2. 0807162 - Öldutúnsskóli og nágrenni, deiliskipulag
7.liður úr fundargerð SBH frá 21. okt. sl.
Tekin fyrir ný tillaga ASK-arkitekta að breyttu deiliskipulagi lóðar Öldutúnsskóla. Haldinn var forstigskynningarfundur dags. 08.07.2008. Áður lagðir fram minnispunktar skipulags- og byggingarsviðs af forstigskynningarfundinum. Lagður fram deiliskipulagsuppdráttur, tillaga dags. 16.10.2008. Málið er tengt máli nr. 0703023: Öldutúnsskóli - tillögur starfshópsins/hönnuða.

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tillaga að deiliskipulagi lóðar Öldutúnsskóla dags. 16.10.2008 verði auglýst skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."

Gísli Ó. Valdimarsson tók til máls. Þá Gunnar Svavarsson.
Bæjarstjórn samþykkti tillögu skipulags- og byggingarráðs samhljóða með 11 atkv.


3. 0810222 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar, breyting við Öldutúnsskóla
8. liður úr fundargerð SBH frá 21. okt. sl.
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 01.10.2008 að breytingu Aðalskipulags Hafnarfjarðar við Öldutúnsskóla í samræmi við deiliskipulagstillögu Öldutúnsskóla og nágrennis.

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðarsamþykkir að tillaga að breytingu Aðalskipulags Hafnarfjarðar við Öldutúnsskóla dags. 01.10.2008 verði auglýst skv. 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."

Gísli Ó. Valdimarsson tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkti tillögu skipulags- og byggingarráðs samhljóða með 11 atkv.


4. 0810226 - Framhaldsskólar skólanefndir, kosning
2. liður úr fundargerð BÆJH frá 23. okt. sl.
Lagt fram erindi menntamálaráðuneytisins dags. 2. október 2008 þar sem óskað er eftir tilnefningum í skólanefndir Flensborgarskóla og Iðnskólans í Hafnarfirði. Hafnarfjarðarbær tilnefnir 2 aðalfulltrúa og 2 til vara.

Bæjarráð samþykkir að vísa kosningu í skólanefndir til bæjarstjórnar.

Í skólanefnd Flensborgar bárust tilnefningar um Ingvar Viktorsson, Svöluhrauni 15 og Árna Áskelsson, Álfaskeiði 78 sem aðalmenn og Önnu Kristínu Jóhannesdóttur, Drekavöllum 18 og Klöru Hallgrímsdóttur, Kvistavöllum 44, sem varamenn.
Í skólanefnd Iðnskólans bárust tilnefningar um Jóhönnu Axelsdóttur, Hraunbrún 8 og Björn Inga Sveinsson, Kelduhvammi 12B sem aðalmenn og Gunnur Baldursdóttur, Blikaási 18 og Sigurð P. Guðnason, Klettabergi 40 sem varamenn.

Þar sem fleiri tilnefningar bárust ekki lýsti forseti ofnagreind rétt kjörin sem aðal- og varamenn í skólanefndir Flensborgar og Iðnskólans í Hafnarfirði.


5. 0810129 - Skuldabréfaútboð
5. liður úr fundargerð BÆJH frá 23.okt. sl.

Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 2.000.000.000 kr., í samræmi við skilmála lánveitingarinnar. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að fjármagna endurgreiðslu gatnagerðargjalda, framkvæmdir og til skuldbreytinga.
Jafnframt er Lúðvíki Geirssyni, kt. 210459-3839, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning eða skuldabréf við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari."

Lúðvík Geirsson tók til máls. Þá Haraldur Þór Ólason sem lagði spurningar fyrir bæjarstjóra sem hann svaraði. Síðan tók Rósa Guðbjartsdóttir til máls. Svo Lúðvík Geirsson. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari sem ræðumaður svaraði. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni sem ræðumaður svaraði einnig. Rósa Guðbjartsdóttir gertði stutta athugasemd. Einnig Lúðvík Geirsson. Jón Páll Hallgrímsson tók til máls. Þá Gunnar Svavarsson. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari sem ræðumaður svaraði. Haraldur Þór Ólason veitti andsvar öðru sinni sem ræðumaður svaraði einnig. Haraldur Þór Ólason tók til máls. Þá Gunnar Svavarsson. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari.

Bæjarstjórn samþykkti tillögu bæjarráðs með 7 atkv., 4 sátu hjá.

Haraldur Þór Ólason kom að svohljóðandi bókun:
"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins þar sem þeir hafa ekki nægar upplýsingar um forsendur lántökunar, t.d. hvaða framkvæmdir skuli greiddar með lánsfénu og hvaða skuldbreytingar gerðar."
Haraldur Þór Ólason
Jón Páll Hallgrímsson
Rósa Guðbjartsdóttir
María Kristín Gylfadóttir
Lúðvík Geirsson kom að svohljóðandi bókun:
“Lántaka þessi er fyrst og fremst til að mæta umtalsverðu og ófyrirséðu útstreymi úr bæjarsjóði á síðustu mánuðum vegna lóðaskila á nýbyggingarsvæðum. Þetta eru afleiðingar af þeirri gríðarlegu efnahagskreppu sem landsmenn standa frammi fyrir og hefur þegar haft og mun hafa margvísleg áhrif á fjárhagsstöðu og tekjuþróun jafnt ríkis og sveitarfélaga sem og heimilanna í landinu. 
 
Við þessar aðstæður skiptir öllu að bæjarfulltrúar sýni skýra samstöðu í því að tryggja stöðu bæjarfélagsins til þeirra brýnu verka sem nú blasa við í almanna- og velferðarþjónustu til að treysta hag okkar bæjarbúa. Samfylkingin mun standa þá vakt af fullri ábyrgð.”
 

6.
0810240 - Lóðaskil, reglur um endurgreiðslur
6. liður úr fundargerð BÆJH frá 23. okt.sl.
Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að endurgreiðsla gatnagerðargjalda vegna lóða sem lóðarhafi hefur haft formlega úthlutað í 12 mánuði eða lengur, og skilað aftur til bæjarins, skuli fara fram með afhendingu skuldabréfs. Umrætt skuldabréf skal vera verðbætt til 10 ára og bera meðalvexti Seðlabankans á verðtryggðum kröfum. Skuldabréfin skulu vera framseljanlega."

Lúðvík Geirsson tók til máls og lagði til að þessum lið verði vísað að nýju til bæjarráðs sem samþykkt var samhljóða með 11 atkv.

7.0810253 - Greenstone ehf, viljayfirlýsing
Gerð grein fyrir viðræðum við Greenstone ehf. um staðsetningu netþjónabús í landi Hafnarfjarðar.
Lögð fram drög að viljayfirlýsingu.

Lúðvík Geirsson tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkti framlagða viljayfirlýsingu samhljóða með 11 atkv.


8.0809268 - Hverfisgata 23b, lóðamörk og lóðarsamningur
12. liður úr fundargerð BÆJH frá 23.okt. sl.
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs varðandi breytingu á lóðamörkum Hverfisgötu 23b og c.
Lóðarhafar eru samþykkir umræddri breytingu.

Bæjarráð samþykkir að fela skipulags- og byggingarsviði að leiðrétta lóðamörk Hverfisgötu 23b í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að leggja til við bæjarstjórn:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir stækkun á lóðinni Hverfisgata 23c í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa."

Bæjarstjórn samþykkti tillögu bæjarráðs samhljóða með 11 atkv.


9.0803131 - Hesthúsalóðir, úthlutun apríl 2008
13. liður úr fundargerð BÆJH frá 23.okt. sl.
Lögð fram eftirtalin afsöl lóða:
Hafsteinn Elfar Sveinsson 260375-5049
Halldór Sigþór Harðarsson 230552-4529
Sveinn Sigurjónsson 241244-4909
Kristín Hulda Kristbjörnsdóttir 300744-3629
afsala sér lóðinni Sörlaskeið 35
Ólafur Finnbogason 141037-4479 afsalar sér lóðinni Fluguskeið 7.

Bæjarráð staðfestir ofangreind afsöl fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar staðfestir framlögð afsöl í 13. lið fundargerðar bæjarráðs frá 23. október sl."

Bæjarstjórn samþykkti tillögu bæjarráðs samhljóða með 11 atkv.

10.712175 - Vellir 7. áfangi, úthlutun 2008
14. liður úr fundargerð BÆJH frá 23.okt. sl.
Lögð fram eftirtalin afsöl:
Valtýr Sævarsson 220675-5809 afsalar sér lóðinni Lerkivellir 14
Jörgen Friðrik Eiríksson 050773-5159 og Jenný Lára Magnadóttir 091082-5519 afsala sér lóðinni Lerkivellir 37
Þorsteinn A Pétursson 180549-2429 og Ragnheiður Pálsdóttir 170350-7319 afsala sér lóðinni Möðruvellir 15
Ólafur Erling Ólafsson 151074-3759 og Helma Ýr Helgadottir 151074-3759 afsala sér lóðinni Möðruvellir 19
Auðunn Þór Þorsteinsson       230979-2949 og Guðrún Halldórsdóttir 210980-2969 afsala sér lóðinni Rósavellir 45.

Viðar Jónsson ehf 480799-2409 afsalar sér lóðinni Klukkuvellir 28-38.

Bæjarráð staðfestir ofangreind afsöl fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar staðfestir framlögð afsöl í 14. lið fundargerðar bæjarráðs frá 23. október sl."

Bæjarstjórn samþykkti tillögu bæjarráðs samhljóða með 11 atkv.

11.0710119 - Atvinnulóðir, úthlutun nóvember 2007 og mars 2008
15. liður úr fundargerð BÆJH frá 23.okt. sl.
Lögð fram beiðni Heklubyggða ehf sent í tölvupósti 21.október 2008 um lóðaskipti. Óskað er eftir að afsala lóðinni Tunguhella 10 og fá í staðinn lóðina Selhella 4.

Bæjarráð staðfestir ofangreint afsal fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar staðfestir framlagt afsal í 15. lið fundargerðar bæjarráðs frá 23. október"

Jafnframt samþykkir bæjarráð að leggja til við bæjarstjórn:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að úthluta Heklubyggð ehf lóðinni Selhellu 4 í samræmi við nánari skilmála skipulags- og byggignarfulltrúa."

Bæjarstjórn samþykkti tillögur bæjarráðs samhljóða með 11 atkv.

12.0809080 - Fundargerðir 2008, til kynningar í bæjarstjórn
Fundargerð fjölskylduráðs frá 22.okt. sl.
            a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 13.okt. sl.
b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 9. okt. sl.
c. Fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 8. sept. sl.
Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 21. okt. sl.
            a. Fundargerð umhverfisnefndar/Staðardagskrá 21 frá 15. okt. sl.
Fundargerð bæjarráðs frá 23. okt. sl.
            a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 15. okt. sl.
b. Fundargerð lýðræðis- og jafnréttisnefndar frá 15. okt. sl.
d. Fundargerð miðbæjarnefndar frá 14.okt. sl.
e. Fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 9. okt.
Fundargerð framkvæmdaráðs frá 16. okt. sl.
Fundargerð fræðsluráðs frá 20. okt. sl.

Haraldur Þór Ólason kvaddi sér hljóðs undir 7. lið í fundargerð hafnarstjórnar, framtíðarhafnarsvæði. Lagi hann fram svohljóðandi bókun:
"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að farið verði í viðræður við Faxaflóahafnir um samstarf að uppbyggingu og rekstri á fyrirhugaðri stórskipahöfn vestan Straumsvíkur . Það er álit bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að ekki sé grundvöllur fyrir fleiri en eina stórskipahöfn á höfuðborgarsvæðinu. Með tilliti til hagkvæmni og staðsetningar ætti sameiginleg höfn Hafnarfjarðarhafnar og Faxaflóahafna vestan Straumsvíkur að vera mjög fýsilegur kostur. Því er lögð áhersla á að kanna til hlítar grundvöll þessara aðila til samstarfs."
Haraldur Þór Ólason
Rósa Guðbjartsdóttir
María kristín Gylfadóttir
Þá lagði hann fram spurningar sem Gunnar Svavarsson svaraði.
María Kristín Gylfadóttir kvaddi sér hljóðs undir 1. lið í fundargerð menningar- og ferðamálanefndar, starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar og undir 2. lið sömu fundargerðar, jólaþorpið í Hafnarfirði. Guðfinna Guðmdsdóttir kom að andsvari sem ræðumaður svaraði. Guðfinna kom að andsvari öðru sinni. Guðmundur Rúnar kom einnig að andsvari sem ræðumaður svaraði. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari öðru sinni.
Gunnar Svavarsson kvaddi sér hljóðs undir 7. lið í fundargerð hafnarstjórnar, framtíðarhafnarsvæði. Einnig kvaddi hann sér hljóðs undir 1. lið í fundargerð skipulags- og byggingarráðs, fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa.
Haraldur Þór Ólason kvaddi sér hjóðs undir sömu liðum og síðasti ræðumaður.
Stutt fundarhlé. Haraldur Þór Ólason tók til máls.

Fleira ekki gert.  Fundargerðin upplesin.  Fundi slitið kl. 16:55
 
Lúðvík Geirsson(sign)
 
Ellý Erlingsdóttir(sign)
Guðmundur Rúnar Árnason(sign)
 
Margrét Gauja Magnúsdóttir(sign)
Guðfinna Guðmundsdóttir(sign)
 
Gunnar Svavarsson(sign)
Gísli Ó. Valdimarsson(sign)
 
Haraldur Þór Ólason(sign)
Rósa Guðbjartsdóttir(sign)
 
María Kristín Gylfadóttir(sign)
Jón Páll Hallgrímsson(sign)
 
 
 
 
 
 

 Fundagerðir  Útgefið efni