FréttirFréttir

Ráðstefna um hreinni framleiðslutækni

19. nóv. 2001

Hafnarfjarðarbær stendur fyrir ráðstefnu um “hreinni framleiðslutækni fyrirtækja” í Hafnarborg, þriðjudaginn 20. nóvember n.k. klukkan 13:00. Ráðstefnan er samstarfsverkefni markaðs- og atvinnumálanefndar og staðardagskrár 21 í Hafnarfirði og eru forsvarsmenn framleiðslufyrirtækja sérstaklega hvattir til að sækja ráðstefnuna en hún er öllum opin.

Ráðherrarnir Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra ávarpa ráðstefnugesti. Rannveig Rist, forstjóri ÍSAL segir frá umhverfisvottunarkerfi fyrirtækisins. Hallgrímur Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnunar mun lýsa umhvefisstefnu og umhverfismarkmiðum stofnunarinnar. Geir Oddsson, framkvæmdastjóri Landmats mun skýra möguleika fyrirtækja á umhverfisvottun. Stefán Gíslason verkefnisstjóri SD21 á landsvísu mun fjalla um hreina framleiðslutækni eins og fram kemur í dagskrá ráðstefnunnar. Léttar veitingar að ráðstefnu lokinni.

Hvað er hreinni framleiðslutækni!
Mönnum er nú loks orðið ljóst að stöðug beiting skipulagðra, samræmdra og fyrirbyggjandi aðgerða á sviði umhverfis, sem taka til framleiðsluferla, vöru og þjónustu, - má ná fram fjárhagslegum sparnaði og draga úr áhættu fyrir fólk og umhverfi. Markmið hreinni framleiðslu er að koma í veg fyrir mengun strax við upptökin.

___________________________________________________________

Dagskrá ráðstefnu í Hafnarborg

“Hrein framleiðslutækni fyrirtækja í Hafnarfirði”
þriðjudaginn 20. nóvember 2001


Kl. 13.00: 1. hluti: Ávörp

Kl. 13.00: Setningarávörp:
Steinunn Guðnadóttir, formaður stýrihóps Staðardagskrár 21 í Hafnarfirði
Guðrún Hjörleifsdóttir, formaður markaðs- og atvinnumálanefndar í Hafnarfirði

Kl. 13.15: Ávörp:
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra
Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra

Kl. 13.45: 2. hluti: Aðgerðir og reynsla

Kl. 13.45: Hallgrímur Jónsson, forstjóri Iðntæknistofnunar: “Umhverfisstefna og umhverfismarkmið ”stofnunarinnar”

Kl. 14.00: Rannveig Rist, forstjóri ÍSALs: “Vottun umhverfisstjórnunarkerfis fyrirtækisins”

Kl. 14.15: Geir Oddsson, framkvæmdastjóri Landmats: “umhverfisvottun fyrirtækja

Kl. 14.30: Kaffihlé


Kl. 14.45: 3. hluti: Námsstefna


Kl. 14.45: Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Sd21 á Íslandi

Aðlögun fyrirtækja að “hreinni framleiðslutækni”, - breyttir starfshættir í breyttu umhverfi, - nýr lífsstíll samkvæmt nýjum kröfum um betra samfélag.

Kl. 16.45: Fyrirspurnir og umræður

Kl. 17.00: Ráðstefnuslit