FréttirFréttir

Opin Þjónustumiðstöð sunnudag

9. nóv. 2001

Opið hús verður sunnudaginn 11. nóvember milli kl. 13 og 17 í Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar (áður áhaldahúsið) sem hafið hefur starfsemi í nýjum og glæsilegum húsakynnum við Hringhellu 9 - í nýja athafnahverfinu í Hellnahrauni, gegnt álverinu. Hafnfirðingar og annað áhugafólk er hvatt til þess að líta við í Þjónustumiðstöðinni á sunnudaginn og kynnast starfseminni. Heitt verður á könnunni og starfsmenn munu kynna þjónustuna. Sími Þjónustumiðstöðvarinnar er 585 5670. Á myndinni má sjá eina af nýjum bifreiðum Þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðar fyrir utan nýtt húsnæði sem reist var fyrir starfsemina.