FréttirFréttir

Námskeið fyrir foreldra

5. nóv. 2001

Foreldraráð Hafnarfjarðar, Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar og grunnskólarnir í Hafnarfirði munu standa fyrir sameiginlegum upplýsingafundi og námskeiðum fyrir foreldra/forráðamenn nemenda í 8., 9. og 10. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar. Fundurinn verður í Hvaleyrarskóla miðvikudaginn 7. nóvember kl.20:00. Markmið fundarins er að koma á framfæri ýmsum uppýsingum um breyttar áherslur í nýrri aðalnámskrá m.a. auknu vali í 9. bekk og fleiri samræmdum prófum. Fulltrúar frá menntamálaráðuneytinu, Námsmatsstofnun og framhaldsskólunum í Hafnarfirði flytja erindi á fundinum.

Auk fundarins þann 7. nóvember verða haldin námskeið fyrir foreldra/ forráðamenn nemenda í 9. og 10. bekk. Þar verða kynnt námsmarkmið og áherslur fyrir samræmd próf í íslensku og stærðfræði. Íslenskunámskeiðið verður haldið í Víðistaðaskóla 12. og 14 nóvember kl. 20:00 - 22:00.
Stærðfræðinámskeiðið verður haldið í Lækjarskóla 20. og 22. nóvember kl. 20:00 - 22:00