FréttirFréttir

Hörðuvellir við Hlíðarberg

7. sep. 2001

Meðan á framkvæmdum stendur við byggingu nýs leikskóla á Hörðuvöllum hafa börnin 23 og starfsfólk Hörðuvalla aðsetur við hlið leikskólans Hlíðarbergs í Setbergshverfinu, þar sem áður var gæsluvöllur. Nú hefur verið komið fyrir lausri kennslustofu á lóðinni sem er tengd við eldra gæsluvallarskýli og gerðar endurbætur á lóðinni. Þar undu þær sér vel í blíðunni í morgun, vinkonurnar Áslaug Vanessa, Halla Líf og Hugrún. Óvenju fátt er í leikskólanum af þessum sökum í vetur en gera má ráð fyrir að pláss verði fyrir um 90 börn frá eins árs aldri í nýja leikskólanum, að sögn Maríu Kristjánsdóttur, leikskólastjóra.